Erlent Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. Erlent 22.9.2025 16:23 Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22.9.2025 14:41 Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera. Erlent 22.9.2025 12:18 „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. Erlent 22.9.2025 10:47 Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Erlent 22.9.2025 10:30 Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum og landsmenn búa sig nú undir að risafellifylurinn Ragasa skelli á landinu. Erlent 22.9.2025 07:30 Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Fjarskiptafyrirtækið Optus í Ástralíu sætir harðri gagnrýni eftir bilun sem varð til þess að hundruð einstaklinga gátu ekki hringt í neyðarlínuna í margar klukkustundir. Erlent 22.9.2025 07:17 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. Erlent 22.9.2025 06:50 Fyrirgefur morðingjanum Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. Erlent 21.9.2025 23:11 Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. Erlent 21.9.2025 17:59 Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. Erlent 21.9.2025 13:19 Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37 Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37 Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir. Erlent 21.9.2025 00:03 Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Afgana gefi þeir ekki eftir yfirráð yfir Bagram herstöðinni svokölluðu, sem áður var undir stjórn Bandaríkjamanna. Erlent 20.9.2025 23:48 Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00 Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20.9.2025 21:41 Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli 25 ára maður er grunaður um að hafa myrt sjúkraflutningamann í Svíþjóð í dag. Sjúkraflutningamaðurinn var að sinna útkalli þegar ráðist var á hana. Erlent 20.9.2025 16:33 Trump og Selenskí funda á ný Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Erlent 20.9.2025 13:16 Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20.9.2025 09:44 Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. Erlent 20.9.2025 08:46 Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Erlent 20.9.2025 07:50 Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Bandaríski stórleikarinn Gary Busey hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Hann játaði að hafa gripið í og káfað á aðdáanda árið 2022, á svokallaðri hryllingssamkomu, fyrir aðdáendur hryllingsmynda og þess háttar. Erlent 20.9.2025 00:10 Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Erlent 19.9.2025 18:40 Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 19.9.2025 14:52 Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. Erlent 19.9.2025 14:20 Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Erlent 19.9.2025 13:14 Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum. Erlent 19.9.2025 13:10 Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Erlent 19.9.2025 12:00 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. Erlent 19.9.2025 10:09 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. Erlent 22.9.2025 16:23
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22.9.2025 14:41
Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera. Erlent 22.9.2025 12:18
„Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. Erlent 22.9.2025 10:47
Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Erlent 22.9.2025 10:30
Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum og landsmenn búa sig nú undir að risafellifylurinn Ragasa skelli á landinu. Erlent 22.9.2025 07:30
Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Fjarskiptafyrirtækið Optus í Ástralíu sætir harðri gagnrýni eftir bilun sem varð til þess að hundruð einstaklinga gátu ekki hringt í neyðarlínuna í margar klukkustundir. Erlent 22.9.2025 07:17
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. Erlent 22.9.2025 06:50
Fyrirgefur morðingjanum Erika Kirk fyrirgefur manninum sem myrti eiginmann hennar. Kristur sjálfur hefði gert slíkt hið sama, sem og Charlie Kirk maður hennar heitinn. Hún segir að svarið við hatri sé ekki frekara hatur, heldur kærleikur og ást. Erlent 21.9.2025 23:11
Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. Erlent 21.9.2025 17:59
Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. Erlent 21.9.2025 13:19
Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37
Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37
Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir. Erlent 21.9.2025 00:03
Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Afgana gefi þeir ekki eftir yfirráð yfir Bagram herstöðinni svokölluðu, sem áður var undir stjórn Bandaríkjamanna. Erlent 20.9.2025 23:48
Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00
Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20.9.2025 21:41
Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli 25 ára maður er grunaður um að hafa myrt sjúkraflutningamann í Svíþjóð í dag. Sjúkraflutningamaðurinn var að sinna útkalli þegar ráðist var á hana. Erlent 20.9.2025 16:33
Trump og Selenskí funda á ný Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Erlent 20.9.2025 13:16
Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20.9.2025 09:44
Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. Erlent 20.9.2025 08:46
Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Erlent 20.9.2025 07:50
Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Bandaríski stórleikarinn Gary Busey hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Hann játaði að hafa gripið í og káfað á aðdáanda árið 2022, á svokallaðri hryllingssamkomu, fyrir aðdáendur hryllingsmynda og þess háttar. Erlent 20.9.2025 00:10
Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Erlent 19.9.2025 18:40
Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Þremur rússneskum herþotum af gerðinni MiG-31 var í dag flogið inn í lofthelgi Eistlands. Þar mun þeim hafa verið flogið í um tólf mínútur áður en þeim var fylgt út úr lofthelginni af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 19.9.2025 14:52
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. Erlent 19.9.2025 14:20
Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum. Erlent 19.9.2025 13:14
Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum. Erlent 19.9.2025 13:10
Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Erlent 19.9.2025 12:00
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. Erlent 19.9.2025 10:09