Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag. Erlent 5.10.2025 15:07 Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Greta Thunberg er sögð sæta illri meðferð í varðhaldi í Ísrael eftir að hún og aðrir aktívistar í hinum svokallaða frelsisflota, á leið með hjálpargögn til Gasastrandarinnar, voru handteknir af ísraelskum stjórnvöldum. Hún er til að mynda sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann. Erlent 5.10.2025 12:33 Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. Erlent 5.10.2025 09:58 Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. Erlent 5.10.2025 08:22 Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Erlent 4.10.2025 23:40 Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. Erlent 4.10.2025 19:17 Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53 Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Erlent 4.10.2025 15:37 Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Þrettán ára drengur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um að hafa tekið þátt í skotárás. Sex manns særðust í árásinni. Erlent 4.10.2025 14:39 Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar. Erlent 4.10.2025 14:10 Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans. Erlent 4.10.2025 12:05 Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4.10.2025 10:37 Skipar Ísraelum að hætta að sprengja „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ Erlent 3.10.2025 22:00 Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01 Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41 Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14 „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36 Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Erlent 3.10.2025 14:10 Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sarah Mullally verður fyrsta konan til leiða þjóðkirkju Englands þegar hún verður formlega skipuð erkibiskupinn af Kantaraborg. Erlent 3.10.2025 13:55 Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Erlent 3.10.2025 12:50 Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum. Erlent 3.10.2025 11:05 Finna mikla nálykt frá rústunum Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun. Erlent 3.10.2025 10:34 Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38 Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Todd Arrington, forstöðumaður Dwight D. Eisenhower forsetabókasafnsins, hefur verið neyddur til að segja af sér. Það hefur vakið nokkra athygli að það gerðist í kjölfarið á því að hann neitaði forsetanum um sverð til að gefa Karli III Bretakonungi. Erlent 3.10.2025 09:18 Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Erlent 3.10.2025 07:56 Hamas liðar vilja ekki afvopnast Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa. Erlent 3.10.2025 07:16 Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. Erlent 3.10.2025 06:42 Nafngreina árásarmanninn í Manchester Lögreglan í Manchester hefur nafngreint manninn sem réðst inn í bænahús gyðinga í Manchester í morgun og tók tvo af lífi. Erlent 2.10.2025 23:40 Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Erlent 2.10.2025 20:23 Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag. Erlent 5.10.2025 15:07
Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Greta Thunberg er sögð sæta illri meðferð í varðhaldi í Ísrael eftir að hún og aðrir aktívistar í hinum svokallaða frelsisflota, á leið með hjálpargögn til Gasastrandarinnar, voru handteknir af ísraelskum stjórnvöldum. Hún er til að mynda sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann. Erlent 5.10.2025 12:33
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. Erlent 5.10.2025 09:58
Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. Erlent 5.10.2025 08:22
Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Erlent 4.10.2025 23:40
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. Erlent 4.10.2025 19:17
Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53
Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Erlent 4.10.2025 15:37
Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Þrettán ára drengur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um að hafa tekið þátt í skotárás. Sex manns særðust í árásinni. Erlent 4.10.2025 14:39
Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar. Erlent 4.10.2025 14:10
Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans. Erlent 4.10.2025 12:05
Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4.10.2025 10:37
Skipar Ísraelum að hætta að sprengja „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ Erlent 3.10.2025 22:00
Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01
Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Erlent 3.10.2025 15:14
„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki. Erlent 3.10.2025 14:36
Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Erlent 3.10.2025 14:10
Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sarah Mullally verður fyrsta konan til leiða þjóðkirkju Englands þegar hún verður formlega skipuð erkibiskupinn af Kantaraborg. Erlent 3.10.2025 13:55
Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Erlent 3.10.2025 12:50
Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum. Erlent 3.10.2025 11:05
Finna mikla nálykt frá rústunum Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun. Erlent 3.10.2025 10:34
Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38
Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Todd Arrington, forstöðumaður Dwight D. Eisenhower forsetabókasafnsins, hefur verið neyddur til að segja af sér. Það hefur vakið nokkra athygli að það gerðist í kjölfarið á því að hann neitaði forsetanum um sverð til að gefa Karli III Bretakonungi. Erlent 3.10.2025 09:18
Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Erlent 3.10.2025 07:56
Hamas liðar vilja ekki afvopnast Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa. Erlent 3.10.2025 07:16
Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. Erlent 3.10.2025 06:42
Nafngreina árásarmanninn í Manchester Lögreglan í Manchester hefur nafngreint manninn sem réðst inn í bænahús gyðinga í Manchester í morgun og tók tvo af lífi. Erlent 2.10.2025 23:40
Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Erlent 2.10.2025 20:23
Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. Erlent 2.10.2025 14:41