

Stjarnan tryggði sér í kvöld áframhaldandi tilverurétt í Olís deild kvenna í handbolta. Það gerðu Garðbæingar með tíu marka sigri á Aftureldingu.
Íslandsmeistarar Vals eru komnar í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta á nýjan leik. Liðið sópaði ÍR út í undanúrslitaeinvígi liðanna.
Einvígi Vals og Aftureldingar lýkur með oddaleik á Hlíðarenda í kvöld, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.
Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir afar jafnt einvígi við franska liðið Nantes sem þar með kemst í fjögurra liða úrslitin í Köln.
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst.
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR.
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru úr leik í Evrópudeild karla í handbolta eftir tap gegn Montpellier. Á sama tíma flaug Elvar Örn Jónsson inn í undanúrslitin með Melsungen.
Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0.
Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum.
Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.
„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.
Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.
Þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach varð fyrir áfalli um helgina er fyrirliði liðsins ákvað að semja við Kiel.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik.
Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin.
Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta með 27-26 sigri gegn Gróttu í fjórða leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild í kvöld.
Handknattleiksfólkið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eru á leiðinni heim úr atvinnumennsku og hafa bæði samið um að spila með ÍBV í Olís deildunum.
Íslendingaliðið Magdeburg komst upp í fjórða sæti þýsku handboltadeildarinnar eftir þriggja marka útisigur á Wetzlar í dag.
Íslendingaliðin Metzingen og Blomberg-Lippe unnu sterka sigra í átta liða úrslitum um þýska meistaratitilinn í handbolta í dag.
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins er lið hans, Erlangen, mátti þola sex marka tap gegn MT Melsungen í Íslendingaslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld, 25-31.
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen eru komnir í úrslit í baráttunni um svissneska meistaratitilinn í handbolta eftir tíu marka sigur gegn Suhr Aarau í dag.
Afturelding vann mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili.
Haukar unnu mjög sannfærandi 18-30 sigur gegn Fram í dag, í fyrsta leik liðanna í undanúrslita einvíginu í Olís-deild kvenna. Haukar leiða því einvígið 1-0 en þær þurfa að taka tvo sigra í viðbót til þess að fara áfram í úrslitaviðureignina.