Lífið

Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur

Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan.

Lífið

Eignuðust „risa­stóran“ dreng

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós fyrrverandi flugfreyja Play, eignuðust dreng þann 11. október síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

„Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London.

Lífið

„Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“

„Við erum mjög gott teymi og samstíga í flest öllu sem við gerum, en það er lykillinn að góðu sambandi að mínu mati,“ segir Eva Mey Guðmundsdóttir,læknir og plötusnúður, þegar hún er spurð hvernig hún myndi lýsa sambandi sínu og kærastans, Péturs Tryggva Péturssonar, læknanema og íþróttamanns.

Lífið

Léttir að fá greininguna eftir lang­varandi verki

„Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi.

Lífið

Þetta eru dómarar í Ung­frú Ís­land Teen

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi.

Lífið

Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu

Það var líf og fjör á Tapas Barnum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar staðurinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu með glæsilegri veislu. Lifandi tónlist, sangríur og dansandi senjorítur settu suðrænan svip á kvöldið.

Lífið

„Ókei, mér er ætlað annað hlut­verk núna“

Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ekki sakna þess sérlega að vera á þingi, eftir að hafa sjálf ákveðið að hætta fyrir tveimur árum síðan. Hún segir að í störfum sínum sem lögmaður skipti miklu máli að vera ekki „ferkantaður pappakassi“.

Lífið

Sækir kraft í storminn sem systurnar upp­lifðu í forsjárdeilunni

París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu.

Lífið

Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrar­bakka í dag

Skrúðganga í þjóðbúningum í fylgd fornbíla verður einn af hápunktum dagsins á Eyrarbakka í dag því þar stendur Þjóðbúningafélag Íslands og Byggðasafnið á staðnum fyrir hátíðin, sem nefnist „Þjóðbúningar og skart“.

Lífið

Alltaf hörð á því að halda með­göngunni á­fram

Hallur Guðjónsson hefur þegar gengið í gegnum meira en flestir á allri ævi sinni þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára. Foreldrar hans hafa á sama tíma lært meira á lífið en áratugina á undan. Þrátt fyrir hrakspár lækna á meðgöngu kom aldrei annað til greina en að eignast gleðigjafann sem nýtur stuðnings allra þorpsbúa. Miklar áskoranir hafa mætt foreldrunum sem hafa þó aldrei séð eftir ákvörðun sinni.

Lífið

„Það er ekkert sem brýtur mann“

„Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna.

Lífið

Barn­eignir og sauð­fjár­rækt á sviðinu í Aratungu

Það gengur mikið á í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar eru barneignir og sauðfjárrækt í aðalhlutverki, sem leiðir til hvers konar misskilnings eins og vera ber í góðum gamanleik, sem leikdeildin í sveitinni er að setja upp.

Lífið

Tvisvar sóttur af lög­reglu eftir flótta af spítalanum

Reynir Bergmann fór í hjartastopp eftir mikla steraneyslu og var haldið sofandi í öndunarvél. Haldinn ranghugmyndum reyndi hann ítrekað að flýja af spítalanum. Áfallið tók á alla fjölskylduna og er Reynir enn hræddur við að deyja í svefni. Erfiðast var þó fyrir móður hans að vaka yfir öðru barni sínu í öndunarvél.

Lífið

Hristir hausinn yfir fyrra líferni

Atli Steinn Guðmundsson rifjar upp gamalt viðtal sem Inga Lind Karlsdóttir tók við hann um háskólalífið 1998 fyrir DV. Í þá daga sagðist Atli slaka á með ljósabekkjalegu, kraftreykingum og miklu kynlífi. Í dag hristir hann hausinn yfir lýsingunum.

Lífið