Bakþankar Þú ert aldrei einn á ferð Helgi eina í byrjun október áttum við hjónaleysin erindi austur á Egilsstaði. Illu heilli brast þó á með óveðri á föstudeginum og um kaffileytið varð ljóst að ekkert yrði úr flugi. Þar sem erindið var brýnt ákváðum við að keyra austur, enda á þokkalega útbúnum fólksbíl með fjórhjóladrifi. Við lögðum af stað um fimmleytið og gerðum ráð fyrir að ná áfangastað um tvöleytið um nóttina. Norðurleiðin varð fyrir valinu, því veðurofsinn var mestur á sunnanverðu landinu. Bakþankar 5.12.2009 00:01 Sjá roðann í nefi Bakþankar 4.12.2009 00:01 Ilmandi smákökur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Bakþankar 3.12.2009 06:00 Að þekkja söguna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2.12.2009 06:00 Bannað á jólunum Bakþankar 1.12.2009 13:26 Svínaflesk og ávaxtakökur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Bakþankar 30.11.2009 06:00 Feitur fíkill Bakþankar 28.11.2009 00:01 Í naglabúðinni Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélindað, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkjóttum enskuslettum. Bakþankar 27.11.2009 06:00 Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 26.11.2009 06:00 Auðlindin og hugvitið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Bakþankar 25.11.2009 06:00 Forvarnarvinna íþróttafélaga Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Bakþankar 24.11.2009 06:00 Silfurslegið myrkur Gerður Kristný skrifar 38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Bakþankar 23.11.2009 06:00 Mitt framlag til þjóðfundar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Bakþankar 19.11.2009 06:00 Komið að tómum kofunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Bakþankar 18.11.2009 06:00 Vinnufúsu hendurnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“ Bakþankar 17.11.2009 06:00 Töfrandi hversdagsleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Bakþankar 16.11.2009 06:00 Stúkumennirnir Bergsteinn Sigurðsson skrifar Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." Bakþankar 13.11.2009 06:00 Dánir og dauðir Dr. Gunni skrifar Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 12.11.2009 06:00 Fallinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Bakþankar 11.11.2009 06:00 Krúttípúttípútt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Bakþankar 10.11.2009 06:00 Töfrandi túnikkur Bakþankar 9.11.2009 00:01 Athvarf Heima hjá mér er herbergi með drasli. Það er pínulítið, innan við sex fermetrar, frekar hátt til lofts en þröngt til veggja og hefur örugglega í upphafi átt að vera búr enda við hliðina á eldhúsinu. Herbergið er lítið að utan en miklu stærra að innan, eins og slíkra vistarvera er siður. Bakþankar 6.11.2009 00:01 Á flótta undan flensunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. Bakþankar 5.11.2009 06:00 Bútasaumur stjórnvalda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón. Bakþankar 4.11.2009 06:00 Grútarháleistar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu. Bakþankar 3.11.2009 06:00 Má bjóða þér að éta plastpoka? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. Bakþankar 2.11.2009 06:00 Ofbeldi gegn börnum skiptir litlu Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna. Bakþankar 31.10.2009 00:01 Stemmingin Dr. Gunni skrifar Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Bakþankar 29.10.2009 06:00 Smitfóbía pólitíkusa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjarfélagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni. Bakþankar 28.10.2009 06:00 Myndskreyttir menn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar „Eigum við ekki að fara í lagningu?“ spurði hann því framundan var boð með skemmtilegum konum og við áttum bara að vera tveir þótt sá þriðji bættist reyndar í hópinn. Ég svaraði: „Jú, og kantskurð og vax.“ Svarið kom hratt: „Brasilískt?“ Bakþankar 27.10.2009 06:00 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 111 ›
Þú ert aldrei einn á ferð Helgi eina í byrjun október áttum við hjónaleysin erindi austur á Egilsstaði. Illu heilli brast þó á með óveðri á föstudeginum og um kaffileytið varð ljóst að ekkert yrði úr flugi. Þar sem erindið var brýnt ákváðum við að keyra austur, enda á þokkalega útbúnum fólksbíl með fjórhjóladrifi. Við lögðum af stað um fimmleytið og gerðum ráð fyrir að ná áfangastað um tvöleytið um nóttina. Norðurleiðin varð fyrir valinu, því veðurofsinn var mestur á sunnanverðu landinu. Bakþankar 5.12.2009 00:01
Ilmandi smákökur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Bakþankar 3.12.2009 06:00
Að þekkja söguna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2.12.2009 06:00
Svínaflesk og ávaxtakökur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Bakþankar 30.11.2009 06:00
Í naglabúðinni Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélindað, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkjóttum enskuslettum. Bakþankar 27.11.2009 06:00
Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 26.11.2009 06:00
Auðlindin og hugvitið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Bakþankar 25.11.2009 06:00
Forvarnarvinna íþróttafélaga Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Bakþankar 24.11.2009 06:00
Silfurslegið myrkur Gerður Kristný skrifar 38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Bakþankar 23.11.2009 06:00
Mitt framlag til þjóðfundar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Bakþankar 19.11.2009 06:00
Komið að tómum kofunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Bakþankar 18.11.2009 06:00
Vinnufúsu hendurnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“ Bakþankar 17.11.2009 06:00
Töfrandi hversdagsleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Bakþankar 16.11.2009 06:00
Stúkumennirnir Bergsteinn Sigurðsson skrifar Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." Bakþankar 13.11.2009 06:00
Dánir og dauðir Dr. Gunni skrifar Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 12.11.2009 06:00
Fallinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Bakþankar 11.11.2009 06:00
Krúttípúttípútt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Bakþankar 10.11.2009 06:00
Athvarf Heima hjá mér er herbergi með drasli. Það er pínulítið, innan við sex fermetrar, frekar hátt til lofts en þröngt til veggja og hefur örugglega í upphafi átt að vera búr enda við hliðina á eldhúsinu. Herbergið er lítið að utan en miklu stærra að innan, eins og slíkra vistarvera er siður. Bakþankar 6.11.2009 00:01
Á flótta undan flensunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. Bakþankar 5.11.2009 06:00
Bútasaumur stjórnvalda Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón. Bakþankar 4.11.2009 06:00
Grútarháleistar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu. Bakþankar 3.11.2009 06:00
Má bjóða þér að éta plastpoka? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. Bakþankar 2.11.2009 06:00
Ofbeldi gegn börnum skiptir litlu Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna. Bakþankar 31.10.2009 00:01
Stemmingin Dr. Gunni skrifar Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Bakþankar 29.10.2009 06:00
Smitfóbía pólitíkusa Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjarfélagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni. Bakþankar 28.10.2009 06:00
Myndskreyttir menn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar „Eigum við ekki að fara í lagningu?“ spurði hann því framundan var boð með skemmtilegum konum og við áttum bara að vera tveir þótt sá þriðji bættist reyndar í hópinn. Ég svaraði: „Jú, og kantskurð og vax.“ Svarið kom hratt: „Brasilískt?“ Bakþankar 27.10.2009 06:00
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun