Bíó og sjónvarp

300 setti met

Epíska stríðsmyndin 300 náði inn tæpum 4,7 milljörðum króna á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum, sem er met fyrir frumsýndar myndir í mars þar í landi.

Bíó og sjónvarp

Glíma Sæmundar og kölska

Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld.

Bíó og sjónvarp

Bara skápur

Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands standa í fjórða sinn fyrir örleikritunarsamkeppni meðal framhaldsskólanema.

Bíó og sjónvarp

Heimsækja Hreindýraland

Alþjóðlega kvikmynda- og vídeó­listahátíðin 700.is Hreindýraland verður haldin í annað sinn á Austur­landi í lok mánaðarins. Hátíðin er vettvangur fyrir tilraunakvikmyndir og vídeólist en myndirnar koma hvaðanæva að. Um 500 myndir bárust aðstandendum hátíðarinnar sem höfðu því úr nægu að moða þegar kom að því að móta dagskrána. Myndirnar verða sýndar víða um Austurland.

Bíó og sjónvarp

Met-skilnaður Eddu Björgvins

„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft.

Bíó og sjónvarp

Music and Lyrics - tvær stjörnur

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp.

Bíó og sjónvarp

LEG - Fjórar stjörnur

Það er öllu til tjaldað á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þar sem söngleikurinn Leg var frumsýndur fyrir helgi. Mér er nær að halda að annað eins havarí hafi vart sést þar áður. Sýningin er afar kröftug og litrík, keyrð upp af dúndrandi tónlistarbræðingi sem gefur Webber og félögum þokkalegan selbita.

Bíó og sjónvarp

Leikur í Mama Mia

Leikarinn Pierce Brosnan hefur tekið að sér hlutverk í nýrri söngvamynd sem verður byggð á Abba-söngleiknum vinsæla Mama Mia. Brosnan, sem lék James Bond á sínum tíma, leikur á móti Meryl Streep í myndinni. Fjallar hún um unga konu sem reynir að komast að því hver pabbi hennar er.

Bíó og sjónvarp

Horft austur

Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov.

Bíó og sjónvarp

Launahækkun læknanna í Grey's Anatomy

Grey’s Anatomy stjarnan Ellen Pompeo, sem leikur Dr. Meredith Grey í þáttaröðinni vinsælu, hefur gert nýjan samning við ABC. Er samningurinn metinn á næstum 200 þúsund dollara fyrir hver þátt, en það jafngildir rúmum 13,5 milljónum króna. Eru um 20 þættir í hverri seríu.

Bíó og sjónvarp

Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu

„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina.

Bíó og sjónvarp

Afmeyjun fjallkonunnar

Það er ekkert grín að vera óléttur unglingur í lélegu andlegu jafnvægi. Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld meinfyndna könnun á afleiðingum þess að nota ekki getnaðarvarnir. Og framtíð jarðarinnar er í húfi.

Bíó og sjónvarp

Aftur með Wahlberg

Leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Martin Scorsese ætlar að leikstýra sjónvarpsmynd um borgina Atlantic City í New Jersey, sem er þekkt fyrir skemmtanaiðnað sinn og fjárhættuspil. Gerðist mynd Scorsese, The Color of Money, einmitt í sömu borg.

Bíó og sjónvarp

Þokkafullur drykkjurútur

Eftir nokkurra missera fjarveru dúkkar írski leikarinn Peter O‘Toole upp aftur á verðlaunapöllum fyrir frammistöðu sína í Venus, sem Græna ljósið frumsýnir annað kvöld. Nafnið hringir ef til vill ekki bjöllum í eyrum ungra en fyrir eldri kynslóðir þarfnast O‘Toole lítillar kynningar, enda einn virtasti leikari Breta sem á að baki yfir 80 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi.

Bíó og sjónvarp

Hempa á háu verði

Hempa sem Sir Alec Guinness klæddist í fyrstu Star Wars-myndinni seldist á um sjö milljónir króna á uppboði sem var haldið á hinum ýmsu fötum sem hafa verið notuð í kvikmyndum og sjónvarpi.

Bíó og sjónvarp

Kristín leikstýrir með Vesturporti

„Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag.

Bíó og sjónvarp

Meðleikari Borats í Get Smart

Leikarinn Ken Davitian, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt á móti Sacha Baron Cohen í kvikmyndinni Borat, hefur landað hlutverki í kvikmynd sem er endurgerð sjónvarpsþáttarraðarinnar Get Smart og áætlað er að komi út á næsta ári.

Bíó og sjónvarp

Halaleikhópurinn sýnir Batnandi maður

Halaleikhópurinn sýnir nú leikritið Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson sem einnig leikstýrir verkinu. Leikritið fjallar um sjómanninn Sigmar sem hefur fengið nóg af sjómennsku. Þegar hann lendir í vinnuslysi notar hann tækifærið til að láta úrskurða sig sem öryrkja og nýtur þannig lífsins á kostnað skattborgara.

Bíó og sjónvarp

Ungt fólk á listabraut

Borgarleikhúsið fékk góða gesti í liðnum mánuði en þá voru dyr hússins opnaðar ungu fólki sem vildi kynna sér leikhúsmiðilinn. Forsvarsmenn leikhússins hvetja þannig til þess að ungt fólk kynnist ekki aðeins skemmtuninni heldur læri einnig að þekkja leikhúsið sem farartæki fyrir skoðanir, tilfinningar og baráttumál.

Bíó og sjónvarp

Skikkja Obi-Wan til sölu

Skikkjan sem leikarinn Sir Alec Guinness klæddist í hlutverki Obi-Wan Kenobi í fyrstu Star Wars myndinni fyrir þrjátíu árum verður boðin upp af uppboðshúsinu Bonhams í London á næstu dögum.

Bíó og sjónvarp

Myndin er í réttum farvegi

„Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar.

Bíó og sjónvarp

Íslandsvinurinn Jude Law heiðraður

Breski leikarinn Jude Law sem dvaldist hér á landi fyrir skömmu hefur hlotnast ein stærstu menningarverðlaun Frakka. Var það sendiherra Frakklands í Englandi, Gerard Errera, sem veitti Jude ,,Chevalier des Arts et des Lettres medal” verðlaunin.

Bíó og sjónvarp

Kraftmikill Grettir

Upptökum er að ljúka á tónlist við söngleikinn Grettir sem verður frumsýndur þann 30. mars. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri hljómsveitarinnar sem hefur staðið í ströngu við upptökunar.

Bíó og sjónvarp

Halle Berry í Tulia

Halle Berry mun fara með aðalhlutverkið í dramamyndinni Tulia. Hefjast tökur á henni þann 1. maí í Louisiana. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tulia í Texas árið 1999 þegar 46 þeldökkir menn voru handteknir vegna gruns um að hafa í fórum sínum eiturlyf. Voru þeir ranglega ásakaðir af spilltri löggu í málinu þrátt fyrir að engar sannanir hafi fundist fyrir sekt þeirra.

Bíó og sjónvarp

Frábærar viðtökur á Pétri Gaut

„Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu.

Bíó og sjónvarp

Ben Stiller spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise

Leikarinn skemmtilegi Ben Stiller kveðst vera spenntur fyrir að leika á móti Tom Cruise í kvikmynd sem áætlað er að fara í framleiðslu með á næsta ári. Kvikmyndin mun verða byggð á bókunum um The Hardy Boys og bera heitið Hardy Men. Hún fjallar um bræðurna Frank og Joe Hardy á fullorðinsárum sínum þar sem þeir reyna að leysa ráðgátur.

Bíó og sjónvarp

Basic Instinct 2 versta kvikmyndin

The Golden Raspberry Awards eru verðlaun sem árlega velja verstu Hollywood kvikmyndirnar. Fara verðlaunin fram á sama tíma og Óskarsverðlaunin eru afhent. Hreppti kvikmyndin Basic Instinct 2 aðalverðlaunin að þessu sinni.

Bíó og sjónvarp

Helstu vinningshafar Óskarsverðlaunanna

Óskarsverðlaunin voru afhent í 79. sinn í gærkvöldi og var verðlaunaafhendingin glæsileg að vanda. Ellen DeGeneres var kynnir hátíðarinnar í ár og þótti standa sig afar vel en þetta var í fyrsta sinn sem hún kynnir hátíðina.

Bíó og sjónvarp