Paris er farin að sækja kennslu í leiklist hjá einkakennaranum Ivana Chubbuck. Hvort kennslan er strax farin að skila árangri skal látið ósagt, en leikstjórinn Brett Ratner hefur lýsti því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að vinna með Paris í næstu verkefnum sínum.
Ratner leikstýrði meðal annars myndinni Rush Hour, en einu verkefnin sem hann er með í smíðum að svo stöddu er annars vegar glæpamynd með Chris Rock og Eddie Murphy og hins vegar mynd um ævi og störf Playboykóngsins Hugh Hefner, að því er TMZ.com greinir frá. Gárungarnir þar á bæ eiga því ekki erfitt með að álykta að Paris eigi frekar eftir að bregða fyrir í þeirri seinni.