Enski boltinn

Leicester hafði strax samband við Potter
Leicester City rak Brendan Rodgers úr starfi sem þjálfari liðsins eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Graham Potter var rekinn degi síðar úr starfi þjálfari Chelsea og hafði Leicester City strax samband.

Klopp segist enn stjóri Liverpool vegna fortíðarinnar
Jürgen Klopp segir að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki verið rekinn vegna gengis Liverpool í vetur sé sá árangur sem liðið hafi náð undir hans stjórn í fortíðinni.

Howe segir ummæli Ten Hags um tafir Newcastle kjaftæði
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir ásakanir Eriks ten Hag, stjóra Manchester United, um að Skjórarnir séu full duglegir við að tefja vera kjaftæði.

Liverpool hélt krísufund eftir skellinn gegn City
Eftir að hafa rústað Manchester United, 7-0, hefur Liverpool tapað þremur leikjum í röð.

Bað kærustunnar sinnar á nærbuxunum um miðja nótt
Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, segist hafa boðið upp á versta bónorð allra tíma þegar hann bað kærustu sína um að giftast sér.

Chelsea þegar haft samband við Nagelsmann
Julian Nagelsmann, fyrrverandi knattspyrnustjóri Bayern München, þykir líklegastur til að taka við Chelsea. Félagið hefur þegar sett sig í samband við Þjóðverjann.

Mikilvægur sigur West Ham í botnbaráttunni
West Ham vann afar mikilvægan sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham lyftir sér upp um fimm sæti með sigrinum.

Rodgers lætur af störfum hjá Leicester
Brendan Rodgers er ekki lengur við stjórnvölinn hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni en félagið og hann hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum.

Reiður Klopp sagði heildarframmistöðu sinna manna ekki boðlega
Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði aðeins fjóra leikmenn leikmenn liðsins hafa spilað „allt í lagi“ í 4-1 tapi liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klopp var vægast sagt ósáttur er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum.

„Þurfum að einbeita okkur að því sem við getum stjórnað“
Það var heimspekilegur Mikel Arteta sem ræddi við blaðamenn eftir 4-1 sigur toppliðs Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Villa með sigur á Brúnni og vandræði Chelsea aukast
Aston Villa vann frábæran 2-0 útisigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Öruggur sigur Arsenal sem endurheimti átta stiga forskot
Topplið Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum endurheimti liðið átta stiga forskot sitt á toppnum.

Meistararnir gengu frá Liverpool í seinni hálfleik
Englandsmeistarar Manchester City unnu sannfærandi sigur er liðið tók á móti Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 4-1, en staðan í hálfleik var jöfn, 1-1.

Rooney biður um boxbardaga þegar hann fær sér í glas
Þegar Wayne Rooney er búinn að fá sér í tána heyrir hann stundum í umboðsmanninum Eddie Hearn og biður hann um að setja upp boxbardaga fyrir sig.

Eigendur og yfirmenn í ensku deildinni geta nú fengið rauða spjaldið
Enska úrvalsdeildin ætlar að taka mjög hart á öllum brotum á mannréttindum í framtíðinni og þar þurfa hæstráðendur hjá félögum að passa sig.

Fundu ekki Haaland á æfingu Man City fyrir Liverpool leikinn
Norski framherjinn Erling Haaland er tæpur fyrir stórleikinn á móti Liverpool í hádeginu á morgun.

Richarlison neitar því að hafa leitt uppreisn gegn Conte
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison var mjög ósáttur með þær vangaveltur að hann hafi eitthvað haft með það að gera að Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri Tottenham.

Segir að svona risavika sé einmitt það sem Liverpool liðið þarf
Næstu átta dagar hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru eins krefjandi og þeir gerast.

Manchester United skuldar næstum því 170 milljarða
Manchester United er til sölu en nýjar upplýsingar mála ekki fallega mynd af fjárhagsstöðu eins frægasta fótboltafélags heims.

Sjá báðir eftir hegðun sinni
Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum.

Ætla að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum
Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa náð samkomulagi um það að banna veðmálaauglýsingar framan á búningum liða.

Luis Enrique vill komast í ensku úrvalsdeildina
Fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins rennir hýru auga til ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar hann leitar sér að nýju framtíðarstarfi.

Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“
Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea.

Klopp að verða afi
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verður afi á næstunni. Stjúpsonur hans á von á sínu fyrsta barni.

Yfirmaður Grétars í langt bann frá öllum fótbolta en átti að finna arftaka Conte
Bannið langa frá fótbolta sem að Ítalinn Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, var úrskurðaður í á Ítalíu hefur nú verið útvíkkað þannig að það nái til fótbolta alls staðar í heiminum.

Ensku blöðin slá upp mögulegum kaupum Man. Utd á Harry Kane
Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er enn á ný til umræðu í enskum fjölmiðlum og nú þykir enn líklegra en áður að hann yfirgefi Tottenham.

Tottenham sagt búið að hafa samband við Nagelsmann
Julian Nagelsmann er laus og það lítur út fyrir að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham vilji fá hann sem knattspyrnustjóra.

Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn
Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni.

Stefnir í baráttu fram á síðustu mínútu um meistaratitilinn
Toppbarátta úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu hefur sjaldan ef einhvern tímann verið jafn spennandi. Þegar sex til sjö umferðir eru til loka deildarinnar eru enn fjögur lið í baráttu um titilinn.

Brasilíumaðurinn Emerson þarf að fara undir hnífinn
Emerson Royal, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur og brasilíska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð á hné og verður frá næstu vikurnar.