Chelsea kláraði botnliðið í síðari hálfleik 16. desember 2023 17:03 Nicolas Jackson sést hér skora mark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Chelsea hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag en andstæðingur dagsins Sheffield United var á botninum fyrir leikinn með aðeins átta stig. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og gekk heimamönnum illa að finna glufur á vörn gestanna. Í síðari hálfleik gekk það hins vegar betur. Á 54. mínútu skoraði Cole Palmer með skoti frá markteig eftir sendingu Raheem Sterling og sjö mínútum síðar skoraði Nicolas Jackson eftir sendingu Palmer. Chelsea fékk færi til að bæta við mörkum. Armando Broja fékk það besta en hann skaut yfir markið úr algjöru dauðafæri eftir góðan undirbúning Palmer. Lokatölur á Brúnni 2-0 og Chelsea lyftir sér þar með upp í tíunda sæti deildarinnar. Enski boltinn
Chelsea hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag en andstæðingur dagsins Sheffield United var á botninum fyrir leikinn með aðeins átta stig. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og gekk heimamönnum illa að finna glufur á vörn gestanna. Í síðari hálfleik gekk það hins vegar betur. Á 54. mínútu skoraði Cole Palmer með skoti frá markteig eftir sendingu Raheem Sterling og sjö mínútum síðar skoraði Nicolas Jackson eftir sendingu Palmer. Chelsea fékk færi til að bæta við mörkum. Armando Broja fékk það besta en hann skaut yfir markið úr algjöru dauðafæri eftir góðan undirbúning Palmer. Lokatölur á Brúnni 2-0 og Chelsea lyftir sér þar með upp í tíunda sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn