
Enski boltinn

Borga fimm milljarða fyrir táning
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fest kaup á 18 ára gömlum Grikkja fyrir 35 milljónir evra, eða jafnvirði yfir fimm milljarða króna. Fyrr á þessu ári keypti félagið 19 ára Grikkja fyrir 25 milljónir evra.

Man. Utd með í slaginn um Ekitike
Manchester United er nú sagt hafa bæst við í kapphlaupið um franska framherjann Hugo Ekitike sem skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Frankfurt í þýsku 1. deildinni í vetur.

Daninn orðinn stjóri Tottenham
Enska knattspyrnufélagið Tottenham staðfesti í dag ráðninguna á hinum danska Thomasi Frank í stöðu knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Ange Postecoglou sem var rekinn á dögunum eftir tvö ár í starfi.

Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres
Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær.

Draumur Cunha rættist
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha er orðinn leikmaður Man. Utd og þar með rættist langþráður draumur leikmannsins.

Grealish fer ekki með á HM félagsliða
Dagar Jack Grealish hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City eru taldir. Hann er ekki í leikmannahóp liðsins sem fer á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní næstkomandi í Bandaríkjunum.

Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar
Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

City staðfestir kaupin á Reijnders
Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða.

Sendi sónarmynd: Tvö ákærð eftir fjárkúgun gamallar kærustu
Tveir Suður-Kóreumenn, kona á þrítugsaldri og karl á fimmtugsaldri, hafa nú verið ákærð, grunuð um að reyna að kúga fé út úr Son Heung-min, fyrirliða knattspyrnuliðs Tottenham.

Vilja tæpa tólf milljarða fyrir Garnacho
Manchester United er sagt vilja 70 milljónir punda eða um tólf milljarða íslenskra króna fyrir vængmanninn eftirsótta Alejandro Garnacho.

Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn
Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn.

Man City staðfestir kaupin á Cherki
Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester.

Forest vill niðurstöðu í mál Palace
Nottingham Forest hefur beðið Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um niðurstöðu í máli Crystal Palace og hvort Ernirnir fái að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.

Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool
Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City.

Chelsea vill Gittens áður en glugginn lokar
Í kvöld lokar félagaskiptaglugginn í knattspyrnu en hann var opnaður tímabundið svo að lið gætu sótt nýja leikmenn fyrir HM félagsliða sem hefst þann 15. júní næstkomandi. Chelsea vill ólmt fá Jamie Gittens í sínar raðir en Borussia Dortmund vill meira fyrir þennan efnilega vængmann.

Allt klárt og Frank verður næsti stjóri Tottenham
Hinn danski Thomas Frank verður næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Hann tekur við Evrópudeildarmeisturunum af Ange Postecoglou.

Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City
Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum.

Segja Man United hafa sett í samband við Sporting vegna framherjans eftirsótta
Sky Sports greinir frá því að enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi sett sig í samband við Sporting Lissabon í þeirri von um að festa kaup á sænska framherjanum Viktor Einar Gyökeres.

City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki
Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku.

Thomas Frank að taka við Tottenham
Thomas Frank, þjálfari Brenford síðustu sjö ár, virðist verða maðurinn sem tekur við Tottenham eftir að Ange Postecoglou var rekinn frá félaginu. Viðræður eru sagðar komnar langt á leið.

Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum
Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin.

Liverpool hækkar tilboð sitt
Liverpool hefur hækkað tilboð sitt i þýska landsliðsmanninn Florian Wirtz og hefur samkvæmt nýjustu fréttum að utan boðið fjórum milljónum punda meira í leikmanninn.

Man. United gat ekki neitt en græddi samt meiri pening
Manchester United gaf í gær óvænt út jákvæða viðvörun þegar kemur að rekstri félagsins á rekstrarárinu sem endar nú í júní. Gott gengi í Evrópudeildinni skilaði tekjum í kassann.

Leikmenn Tottenham sagðir öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ange
Tottenham rak í gær knattspyrnustjóra sinn Ange Postecoglou þrátt fyrir að hann hafi skilað félaginu fyrsta titlinum í sautján ár og komið liðinu í Meistaradeildina. Leikmenn liðsins eru sagðir margir mjög ósáttir.

Rekinn frá Tottenham
Ange Postecoglou hefur verið rekinn úr starfi þjálfara enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.

Segir nýja Brassann hjá Chelsea geta orðið eins góður og Lamine Yamal
Fyrrum leikmaður Chelsea hefur mikla trú á ungum brasilískum leikmanni sem kemur til Chelsea í sumar.

Dómari í enska boltanum segist hata VAR
Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta.

Liverpool byrjar undirbúningstímabilið á móti Stefáni Teiti
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston North End verða í sviðsljósinu þegar undirbúningstímabil næstu leiktíðar fer af stað.

Hættur eftir að hafa spilað með 42 liðum
Hinn 46 ára gamli Jefferson Louis hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Eftir liggur einstök ferilskrá því hann afrekaði að leika fótbolta með 42 liðum, á meistaraflokksferli sem spannar hátt í þrjá áratugi.

Kerkez spilar ekki með Ungverjum: Sagður á leið til Liverpool að skrifa undir
Félagaskipti Milos Kerkez frá Bournemouth til Liverpool virðast vera á lokametrunum. Leikmaðurinn mun ekki spila með ungverska landsliðinu á morgun og er sagður á leið til Liverpool að ganga frá læknisskoðun og samningsmálum.