Fastir pennar

Ekki eins og að stela bíl

Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira.

Fastir pennar

Vítahringur Vestursins

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns.

Fastir pennar

Tímabært að taka sönsum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar.

Fastir pennar

Að sniðganga besta kostinn

Starfsemi Barnahúss hefur staðið frá árinu 1998. Hlutverk þess er að sinna málum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Fljótlega eftir að starfsemi hússins hófst kom í ljós góður árangur af starfinu og starfið í húsinu hefur á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess fengið viðurkenningar og verið fyrirmynd að sambærilegum húsum í öðrum löndum.

Fastir pennar

Pólitísk réttarhöld

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld.

Fastir pennar

Evrópuvæðing án áhrifa

Ólafur Stephensen skrifar

Í síðustu viku kom út viðamikil skýrsla á vegum norskra stjórnvalda, þar sem samningum Noregs við Evrópusambandið er lýst. Sú skýrsla er um leið að verulegu leyti lýsing á sambandi Íslands við ESB, því að marga samninga við ESB eiga Ísland og Noregur sameiginlega.

Fastir pennar

Þrasarar og þvergirðingar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þrjú ár liðin frá Búsáhaldabyltingu og uppgjör ganga hægt og með harmkvælum – nema náttúrlega ársuppgjör þeirra fyrirtækja sem fengið hafa milljarðaskuldir sínar afskrifaðar.

Fastir pennar

Skrímslið í Eystrasaltslöndunum

Magnús Halldórsson skrifar

Ég horfði fyrir skömmu á heimildamyndaröð breska ríkisútvarpsins BBC um seinni heimstyrjöldina í sex hlutum. Sérstök áhersla var lögð mikilvægar orrustur í Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndunum. Þessir þættir voru unnir á löngum tíma með viðtölum við fólk sem upplifði þessa atburði.

Fastir pennar

Uppgjörið við frjálshyggjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar

Reykjavíkurfélag VG sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem sakamálinu gegn Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi var lýst sem mikilvægum þætti í pólitísku uppgjöri við frjálshyggjuna. Þetta er stærsta félag áhrifamesta stjórnmálaflokks í landinu. Það gefur ályktuninni óneitanlega verulegt vægi.

Fastir pennar

Meira svona, strákar!

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hundrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögregluyfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi.

Fastir pennar

Réttlætismál

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Fastir pennar

Frelsi til að vera til

Pawel Bartoszek skrifar

Það berast ekki allt of margar fréttir af þinginu þessa dagana þar sem aukið er á svigrúm fólks til leita hamingjunnar og ráða sér sjálft. En það er sjálfsagt að hrósa þingmönnum þegar það gerist. Nýsamþykkt þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumeðgöngu í velgjörðarskyni er skref í rétta átt.

Fastir pennar

Spegluð kennslustund

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Sú var tíðin að piltur bað föður sinn að kenna sér að binda bindishnút. Nú fara ungir menn með skjótum hætti í smiðju Youtube sem kennir skref fyrir skref þetta vandasama verk. Prjónadella íslenskra kvenna hefur kennt mörgum að leita á sömu slóðir en fjölmörg myndbönd kenna affellingu og loftlykkju sem sparar ófá sporin til mömmu eða ömmu.

Fastir pennar

Matvælaöryggið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett.

Fastir pennar

Skattpíning?

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði.

Fastir pennar

Salt, sílíkon og kadmíum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Stóra saltmálið kemur upp í beinu framhaldi af sílíkonpúðamálinu sem aftur kom upp í framhaldi af kadmíum-málinu.

Fastir pennar

Ómetanleg þekking og reynsla hjá slysavarnadeildum SL

Hörður Már Harðarson og Margrét Laxdal skrifar

Við erum reglulega minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið á þá staðreynd að hætturnar leynast víða. Slysavarnafélagið var stofnað fyrir 84 árum, eða 28. janúar 1928, og þá var það meginmarkmið félagsins að auka slysavarnir á sjó. Árangur af slysavörnum er þó oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur.

Fastir pennar

Orðspor

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti.

Fastir pennar

Aginn festur í sessi

Ólafur Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því um helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) aðstoðaði nú fjármálaráðuneytið við gerð nýrrar rammalöggjafar, sem á að koma meira aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og töku ákvarðana um þau á Alþingi.

Fastir pennar

Fúsk & Fyrirlitning hf.

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Fastir pennar

Spilling og siðbót

Magnús Halldórsson skrifar

Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn.

Fastir pennar

Er Mammon íslenskur?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar.

Fastir pennar

Enn af hlerunum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn hefur athyglin beinzt að símahlerunum lögreglunnar, eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að tugum manna, sem höfðu stöðu grunaðra í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á bankahruninu, hefði á síðustu vikum verið greint bréflega frá því að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilfellum leið hálft annað ár frá því að heimild fékkst til hlerana og þar til viðkomandi var tilkynnt um hlerunina.

Fastir pennar

Farsæll dauði hverfaforgangs

Pawel Bartoszek skrifar

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn.

Fastir pennar

Fegrunaraðgerðir

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Vandinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það.

Fastir pennar

Kynlífssvelti er óspennandi vopn

Sigga Dögg skrifar

Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé til afmælisgjöf fyrir frúna sem kryddar upp á kynlífið sem má samt opna fyrir framan tengdaforeldrana á afmælisdaginn?

Fastir pennar

Sekir þar til sakleysi er sannað

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára.

Fastir pennar

Að vita hvað maður borðar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til matvæla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda.

Fastir pennar

Getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra?

Róbert Spanó skrifar

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að þingið álykti að fella úr gildi fyrri ályktun þess um málshöfðun gegn fyrrverandi forsætisráðherra frá 28. september 2010. Þá feli Alþingi saksóknara þingsins að afturkalla í heild ákæru sem þingfest var fyrir Landsdómi 7. júní 2011. En getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur ráðherra? Um það verður fjallað að þessu sinni.

Fastir pennar

Deilt um áhættu

Óli Kr. Ármannsson skrifar

Gömul saga og ný er að stjórnmálamenn sjást ekki alltaf fyrir í áhuga sínum á að vinna verkefnum í heimabyggð gagn. Raunar mætti halda því fram að áherslur stjórnmálamanna í vegamálum vegi þungt sem röksemd með því að gera landið allt að einu kjördæmi.

Fastir pennar