Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Erlent 23.10.2025 17:00
Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Erlent 23.10.2025 14:31
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23.10.2025 13:46
Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Erlent 22.10.2025 22:05
Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Öryggismyndavélar sem vakta áttu svalirnar þar sem skartgripir Napóleons Bonaparte voru til sýnis á Louvre-safninu sneru í ranga átt þegar þjófar létu greipar sópa á sunnudag og hlupu á brott með gripina. Erlent 22.10.2025 18:31
Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Erlent 22.10.2025 16:03
Gerðu árás á leikskóla í Karkív Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív. Erlent 22.10.2025 11:32
Hegseth bannar nú samskipti við þingið Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn. Erlent 22.10.2025 10:38
Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans. Erlent 22.10.2025 09:32
Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Vísindamenn við King's College í Lundúnum og University of Oxford hafa birt niðurstöður rannsóknar þar sem þeir flokka þungþyndislyf og raða eftir aukaverkunum og alvarleika þeirra. Erlent 22.10.2025 07:58
Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sextíu og þrír eru látnir eftir að tvær rútur skullu saman þegar þær reyndu að taka fram úr flutningabifreið og fólksbíl, á Kampala-Gulu hraðbrautinni í Úganda. Erlent 22.10.2025 06:58
Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Úkraínski herinn gerði í gærkvöldi árás á efnaverksmiðju í rússnesku borginni Bryansk. Erlent 22.10.2025 06:51
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Erlent 21.10.2025 16:29
Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Erlent 21.10.2025 14:59
Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21.10.2025 13:14
Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Erlent 21.10.2025 11:04
21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra. Erlent 21.10.2025 08:16
Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur verið sakaður um „hættulega“ orðræðu um innflytjendur, eftir að hann sagði að ráðast þyrfti í umfangsmikinn brottflutning þeirra úr borgum landsins. Erlent 21.10.2025 07:52
Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. Erlent 21.10.2025 07:50
Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Japanska þingið samþykkti í dag hina 64 ára Sanae Takaichi sem nýjan forsætisráðherra landsins, en hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Erlent 21.10.2025 06:24
Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Í fyrsta skipti verður hægt að kaupa neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í Japan. Almenningur hefur verið samþykkur auðveldara aðgengi í fjölda ára en stjórnvöld töldu konur líklegar til að misnota lyfið væri auðvelt að nálgast það. Erlent 20.10.2025 23:52
Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Erlent 20.10.2025 15:38
Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, neitar enn að gera nýkjörinni þingkonu kleift að taka sér sæti á þingi. Rétt tæpur mánuður er síðan hún var kjörin í embætti en Johnson hefur ekki leyft henni að sverja embættiseið. Erlent 20.10.2025 15:35
Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. Erlent 20.10.2025 14:16