Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Stjórnvöld í Kína og Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Venesúela, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til stjórnarskipta í landinu og stöðvað olíuflutningaskip og hótað því að halda olíunni eða selja. Erlent 23.12.2025 07:56
Skapari Call of Duty lést í bílslysi Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára. Erlent 23.12.2025 07:53
Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að til standi að smíða nýja kynslóð orrustuskipa, sem verða stærri, hraðskreiðari og „hundrað sinnum öflugri“ en nokkur önnur herskip. Þá verður þessi nýja gerð nefnd eftir Trump; „Trump class“. Erlent 23.12.2025 07:06
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent 22.12.2025 09:30
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Erlent 22.12.2025 06:39
Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Norskur maður á þrítugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun hefur nú verið sýknaður eftir að dómstólar tóku aftur upp málið. Sérfræðingar mátu svo að maðurinn kynni að hafa sjaldgæfa svefnröskun er nefnist sexómnía og er fólgin í því að fólk sýni kynferðislega hegðun í svefni. Erlent 21.12.2025 23:33
Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. Erlent 21.12.2025 20:02
Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Tveggja ára drengur er látinn eftir fall úr fjölbýlishúsi í íbúðahverfinu Høje Gladsaxe á höfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar í Danmörku í dag. Málið er rannsakað sem manndráp, að sögn lögreglu. Erlent 21.12.2025 18:34
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Erlent 21.12.2025 13:58
Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Fjölmenni kom saman á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun til að minnast fórnarlamba skotárásar á gyðingahátíð fyrir um viku síðan þar sem fimmtán létu lífið og tugir voru særðir. Mínútu þögn fór fram snemma í morgun. Erlent 21.12.2025 12:50
Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Fórnarlömb kynferðisbrotamannsins Jeffreys Epstein hafa lýst yfir vonbrigðum með það hvernig forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa birt Epstein-skjölin svokölluðu. Mikill skortur sé á gagnsæi en upplýsingar hafa verið huldar á fjölmörgum skjölum. Erlent 21.12.2025 12:01
Níu skotnir til bana á krá Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott. Erlent 21.12.2025 10:10
Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. Erlent 21.12.2025 08:09
Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. Erlent 20.12.2025 23:44
Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare. Erlent 20.12.2025 16:44
Pútín sagður hafa valið Witkoff Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Erlent 20.12.2025 12:47
Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gær árásir á um sjötíu skotmörk sem talin eru tengjast starfsemi Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Markmiðið var að hefna fyrir dauða tveggja bandarískra hermanna og túlks í árás í síðustu viku. Erlent 20.12.2025 09:52
Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. Erlent 20.12.2025 08:48
Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. Erlent 19.12.2025 23:16
Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum. Erlent 19.12.2025 14:03
Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. Erlent 19.12.2025 12:00
Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. Erlent 19.12.2025 10:34
Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka. Erlent 19.12.2025 09:04
Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Stjórnvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um umfangsmiklar breytingar á skotvopnalögum í kjölfar skotárásarinnar á Bondi-strönd á sunnudag, þar sem fimmtán voru myrtir. Erlent 19.12.2025 08:05
Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana. Erlent 19.12.2025 07:27