Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. Erlent 21.5.2025 07:09
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20.5.2025 23:48
Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Erlent 20.5.2025 22:40
Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. Erlent 19.5.2025 22:35
Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. Erlent 19.5.2025 21:34
„Frábært“ símtal en án niðurstöðu Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu. Erlent 19.5.2025 19:26
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. Erlent 19.5.2025 15:56
Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Erlent 19.5.2025 15:12
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. Erlent 19.5.2025 08:46
Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Árangur náðist í viðræðum Evrópusambandsins og Bretlands í nótt en samningnefndir þeirra hafa setið við og reynt að ná samkomulagi um hvernig samskiptum Breta við ESB verði háttað til framtíðar. Erlent 19.5.2025 07:30
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. Erlent 19.5.2025 07:25
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Erlent 19.5.2025 07:15
Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarest, sigraði forsetakosningar Rúmeníu í dag með 55 prósent atkvæða. Dan sem er óháður Evrópusinni hafði þar betur gegn hinum hægrisinnaða George Simion. Erlent 18.5.2025 23:59
Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Donald Trump segist sorgmæddur yfir krabbameinsgreiningu Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sendir hann Biden-fjölskyldunni hlýjar kveðjur. Erlent 18.5.2025 22:48
Joe Biden með krabbamein Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindist á föstudag með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. Erlent 18.5.2025 20:14
Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. Erlent 18.5.2025 14:46
Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. Erlent 18.5.2025 12:40
Leó orðinn páfi Leó fjórtándi var vígður sem páfi í dag í messu á Péturstorgi sem markar formlegt upphaf páfatíðar hans. Áður en messan hófst heilsaði hann tugþúsundum ferðamanna í bílferð um Péturstorg á Páfabílnum. Í messunni sagði páfinn að í heiminum væru of mörg sár vegna haturs og ofbeldis. Erlent 18.5.2025 09:43
Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Seglskipi mexíkóska sjóhersins var siglt á hina sögufrægu Brooklyn-brú í New York í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Tveir létust og nítján særðust í slysinu. Af þeim nítján eru tveir sagðir í lífshættu. Erlent 18.5.2025 08:07
Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á blóðbaðið“ í Úkraínu. Erlent 17.5.2025 21:50
Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Erlent 17.5.2025 18:44
Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Minnst 21 er sagður látinn eftir að hvirfilbylur fór í gegnum tvö ríki Bandaríkjanna. Erlent 17.5.2025 14:39
Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. Erlent 17.5.2025 10:46
Níu drepnir í drónaárás á rútu Níu eru látnir og sjö slasaðir eftir rússneska drónaárás á almenningsrútu í Sumy héraði í norðausturhluta Úkraínu. Erlent 17.5.2025 08:01