Erlent

Hrifsaði með sér hús hjónanna sem létust í brúðkaupsferðinni
Austurrísk hjón í brúðkaupsferð í Grikklandi létust eftir að flóðbylgja hrifsaði hús þeirra með sér eftir óveður sem kennt var við Daníel og reið yfir landið miðvikudaginn 6. september í síðustu viku.

Þrjú ungbörn fundust látin í kjallara í Póllandi
Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar.

Fjórtán látin í flugslysi í Brasilíu
Fjórtán létust í flugslysi í Brasilíu í gær. Flugvélin er talin hafa hrapað við lendingu við lélegt skyggni og mikla rigningu.

Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað
Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof.

Myrti hvítvoðung sinn
Kona á þrítugsaldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt nýfætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gærmorgun í bænum Næstved á Sjálandi í Danmörku.

Sprenging í íbúðarhúsnæði við Stokkhólm
Sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Bro, bæ í útjaðri Stokkhóms í Svíþjóð í nótt. Engan sakaði vegna sprengingarinnar.

Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks
Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.

Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima
Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við.

Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna
Sylvain Itte, sendiherra Frakklands í Níger, hefur nú verið tekinn í gíslingu af herforingjunum sem nýlega frömdu valdarán í landinu, að sögn Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Bretar banna banvæna hundategund
Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár.

Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald
Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora.

Myndband sýnir starfsmann skóla slá þriggja ára barn í hausinn
Myndband úr öryggismyndavél úr skóla í Ohio-ríki Bandaríkjanna sýnir það þegar starfsmaður skólans hleypur á eftir þriggja ára barni, slær það í hausinn sem veldur því að barnið fellur til jarðar, en í kjölfarið tekur starfsmaðurinn barnið upp á fótleggjunum.

Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann
Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn.

Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf
Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því.

Segir eiginmanninn ekki hafa komið hreint fram vegna hlutabréfaviðskipta
Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að eiginmaður sinn, Sindre Finnes, hafi ekki komið hreint fram við sig eða aðra vegna hlutabréfaviðskipta hans í forsætisráðherratíð hennar.

Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“
Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti.

Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja
Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum.

Hunter Biden ákærður
Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu
Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar.

Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum
Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur.

Náðu að draga Ocean Explorer af strandstað
Tarajoq, rannsóknarskip grænlensku umhverfisstofnunarinnar, tókst að draga skemmtiferðaskipið Ocean Explorer af strandstað í Alpafirði á austurströnd Grænlands um hádegisbil í dag.

Áhrifamenn í tæknigeiranum sammála um nauðsyn regluverks
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi samskiptamiðilsins X (áður Twitter), segir menn hafa verið á einu máli um mikilvægi regluverks um gervigreind þegar margir af helstu þungavigtarmönnum tæknigeirans funduðu með stjórnmálamönnum vestanhafs í miðvikudag.

Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum
Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra.

Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna
Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina.

Eiginkona El Chapo laus úr steininum
Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans.

Enn ekki tekist að koma skemmtiferðaskipinu á flot
Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer hefur verið strand við austurströnd Grænlands síðan á mánudag. Engan sakaði þegar skipið strandaði.

Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum
Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa.

Kim heitir Pútín fullum stuðningi
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags.

Strokufanginn gómaður eftir tveggja vikna flótta
Danelo Cavalcante, morðingi sem hefur gengið laus síðustu tvær vikur, hefur verið gómaður. Hann slapp úr fangelsi í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna á ótrúlegan átt á dögunum.

Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar
Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi.