Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 06:43 Það hefur hvorki sést mikið til Melaniu, eiginkonu Trump, né Ivönku, dóttur hans í kosningabaráttunni. Þær voru þó viðstaddar í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Trump sagðist aðeins myndu tjá sig um árásina í þetta eina skipti og lýsti því hvernig hann hefði upplifað að vera öruggur þrátt fyrir „blóð alls staðar“, þar sem hann hefði fundið að guð væri með honum. „Ég á ekki að vera hérna í kvöld,“ sagði hann. „Ég stend hér á þessu sviði fyrir framan ykkur aðeins fyrir náð almáttugs guðs.“ Trump var fagnað eins og hetju á landsþinginu.AP/Evan Vucci Trump sagðist hafa séð sorg í andlitum stuðningsmanna sinna sem hefðu horft á hann fara niður og gert ráð fyrir að hann væri látinn. Hann hefði aldrei upplifað önnur eins viðbrögð þegar hann stóð upp aftur. „Þessi mikli mannfjöldi, tugþúsund manns, stóð kyrr og hreyfði sig ekki,“ sagði hann um hugrekki stuðningsmanna sinna. Margir hefðu raunar svipast um eftir skyttunni í stað þess að leggja á flótta. „Enginn hljóp og með því að ryðjast ekki burtu björguðust mörg líf,“ sagði Trump. Sagðist hann verða þakklátur það sem eftir væri fyrir þá ást sem hópur föðurlandsvina hefði sýnt honum þennan dag. Boðaði fordæmalausar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Trump hafði gert því skóna að ræða hans á landsþinginu yrði til þess gerð að sætta menn og stuðla að sameiningu meðal landsmanna en þegar á hólminn var komið var hann fljótur að detta í kunnulegt far. Landsþingi Repúblikanaflokksins er nú lokið en landsþing Demókrataflokksins hefst 19. ágúst.AP/Nam Y. Huh Um sundrung í samfélaginu sagði hann tímabært að láta gróa um heilt. „Ég er í framboði til að verða forseti allra Bandaríkjanna, ekki helmings Bandaríkjanna. Af því að það er enginn sigur í því að vinna fyrir helming Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Hann sagði Bandaríkjamenn deila örlögum. „Við rísum saman eða föllum sundruð.“ Það leið þó ekki á löngu þar til hann var farinn að uppnefna andstæðinga sína, kalla Biden versta forseta sögunnar og endurtaka staðhæfingar um kosningasvindl árið 2020. Trump sagði að í raun væri það hann sem ætlaði að bjarga lýðræðinu. Hann fór einnig mikinn gegn ólöglegum innflytjendum og hét því að ráðast í fordæmalausar aðgerðir þar sem þeir yrðu fluttir á brott.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira