Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 10:41 Fundurinn var sá fyrsti sem Trump hélt ásamt varaforsetaefni sínu eftir banatilræðið. AP/Evan Vucci Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. „Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
„Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira