Erlent

Grunaður á­rásar­maður sau­tján ára gamall

Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Erlent

Skoða dóms­átt í barnaníðsmáli ís­lensks morðingja

Réttarhöldum í máli Daníels Gunnarssonar hefur verið frestað um nokkra daga vegna þess dómsátt milli hans og ákæruvaldsins er í undirbúningi. Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir morð og limlestingu á líki, en málið sem nú er fyrir dómstólum varðar brot gegn barni.

Erlent

Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi

Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf.

Erlent

Kynnir breytingar á hæsta­rétti og frið­helgi for­seta

Æviskipanir hæstaréttardómara heyra sögunni til og dómarar þurfa að starfa eftir siðareglum nái tillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta fram að ganga. Fráfarandi forsetinn vill einnig breyta stjórnarskrá til þess að bregðast við nýlegum dómi um friðhelgi forseta.

Erlent

Mikið undir í for­seta­kosningum Venesúela

Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. 

Erlent

Út­skýrir um­mælin um barn­lausar kattar­konur

Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga.

Erlent

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Har­ris

Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi.

Erlent

Einn valdam­esti fíkni­efna­barón heims hand­tekinn

Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum.

Erlent