Erlent Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Erlent 26.6.2024 07:52 Assange frjáls og á leið til Ástralíu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Erlent 26.6.2024 06:25 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15 Flytja inn sérhæfða leitarhunda í leitinni að Slater Enn hefur ekkert spurst til hins nítján ára gamla Jay Slater sem hefur verið týndur í níu daga á ferðamannaeyjunni Tenerife á Kanaríeyjum. Leitarhundar frá Madríd voru fluttir til eyjunnar í dag. Erlent 25.6.2024 21:39 Refsivert að ganga í hjónaband með barni í Síerra Leóne Barnahjónabönd voru nýlega gerð refsiverð í Sierra Leone. Markar þetta mikil tímamót þar sem í landinu er ein hæsta tíðni barnahjónabanda í heiminum. Fjörutíu prósent stúlkna undir átján ára aldri hafa verið neyddar í hjónaband í landinu. Erlent 25.6.2024 18:04 Gerðu árásir á tvo skóla og heimili fjölskyldu Haniyeh Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. Erlent 25.6.2024 16:24 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Erlent 25.6.2024 08:47 Haldlögðu meira en tvö tonn af grasi og handtóku 42 Yfir 400 lögreglumenn frá Frakklandi, Spáni og Tyrklandi réðust í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum og ráku fleyg í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Spáni. Samtökin stóðu í stórtækum innflutningi á kannabis til vestur-Evrópu og eru einnig grunuð um að flytja heróin inn í Evrópusambandslönd. Erlent 25.6.2024 08:02 Meðlimur úr öryggissveit Orbáns lést í bílslysi Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu. Erlent 25.6.2024 07:32 Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25.6.2024 06:40 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Erlent 25.6.2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. Erlent 24.6.2024 23:50 Minnst 22 látnir eftir eldsvoða í rafhlöðuverksmiðju Minnst 22 létust þegar eldur kviknaði í verksmiðju sem framleiðir liþínrafhlöður nærri bprginni Seoul í Suður-Kóreu í dag. Erlent 24.6.2024 18:08 Tala látinna í Dagestan hækkar Minnst 15 lögreglumenn og fjöldi almennra borgara féllu í skotárásum á kirkjur og sýnagógur í Dagestan í Rússlandi í gær. Erlent 24.6.2024 06:44 Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Erlent 23.6.2024 23:02 Úlfar réðust á skokkara í dýralífsgarði 36 ára kona liggur nú á gjörgæslu í Frakklandi eftir að úlfar réðust á hana. Konan skokkaði frá húsinu sem hún dvaldi í í Thoiry-garðinum rétt fyrir utan París í dag og endaði fyrir slysni í dýralífsgarði sem á aðeins að vera opinn fyrir bifreiðar. Erlent 23.6.2024 16:05 Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Erlent 23.6.2024 10:52 Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Erlent 23.6.2024 09:09 Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30 Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01 Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01 Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00 Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01 Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48 Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40 Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37 Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Erlent 21.6.2024 22:31 Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56 Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00 « ‹ 49 50 51 52 53 54 55 56 57 … 334 ›
Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Erlent 26.6.2024 07:52
Assange frjáls og á leið til Ástralíu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Erlent 26.6.2024 06:25
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15
Flytja inn sérhæfða leitarhunda í leitinni að Slater Enn hefur ekkert spurst til hins nítján ára gamla Jay Slater sem hefur verið týndur í níu daga á ferðamannaeyjunni Tenerife á Kanaríeyjum. Leitarhundar frá Madríd voru fluttir til eyjunnar í dag. Erlent 25.6.2024 21:39
Refsivert að ganga í hjónaband með barni í Síerra Leóne Barnahjónabönd voru nýlega gerð refsiverð í Sierra Leone. Markar þetta mikil tímamót þar sem í landinu er ein hæsta tíðni barnahjónabanda í heiminum. Fjörutíu prósent stúlkna undir átján ára aldri hafa verið neyddar í hjónaband í landinu. Erlent 25.6.2024 18:04
Gerðu árásir á tvo skóla og heimili fjölskyldu Haniyeh Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. Erlent 25.6.2024 16:24
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. Erlent 25.6.2024 08:47
Haldlögðu meira en tvö tonn af grasi og handtóku 42 Yfir 400 lögreglumenn frá Frakklandi, Spáni og Tyrklandi réðust í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum og ráku fleyg í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Spáni. Samtökin stóðu í stórtækum innflutningi á kannabis til vestur-Evrópu og eru einnig grunuð um að flytja heróin inn í Evrópusambandslönd. Erlent 25.6.2024 08:02
Meðlimur úr öryggissveit Orbáns lést í bílslysi Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu. Erlent 25.6.2024 07:32
Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25.6.2024 06:40
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Erlent 25.6.2024 06:35
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. Erlent 24.6.2024 23:50
Minnst 22 látnir eftir eldsvoða í rafhlöðuverksmiðju Minnst 22 létust þegar eldur kviknaði í verksmiðju sem framleiðir liþínrafhlöður nærri bprginni Seoul í Suður-Kóreu í dag. Erlent 24.6.2024 18:08
Tala látinna í Dagestan hækkar Minnst 15 lögreglumenn og fjöldi almennra borgara féllu í skotárásum á kirkjur og sýnagógur í Dagestan í Rússlandi í gær. Erlent 24.6.2024 06:44
Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Erlent 23.6.2024 23:02
Úlfar réðust á skokkara í dýralífsgarði 36 ára kona liggur nú á gjörgæslu í Frakklandi eftir að úlfar réðust á hana. Konan skokkaði frá húsinu sem hún dvaldi í í Thoiry-garðinum rétt fyrir utan París í dag og endaði fyrir slysni í dýralífsgarði sem á aðeins að vera opinn fyrir bifreiðar. Erlent 23.6.2024 16:05
Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Erlent 23.6.2024 10:52
Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Erlent 23.6.2024 09:09
Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30
Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01
Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01
Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00
Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48
Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Erlent 21.6.2024 22:31
Fær ekki frest og hefur afplánun 1. júlí Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað umleitan Steve Bannon, sem eitt sinn var helsti bandamaður Donald Trump, um frest á afplánun. Erlent 21.6.2024 12:56
Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. Erlent 21.6.2024 10:46
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. Erlent 21.6.2024 08:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent