Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telur að psilocybin og MDMA fái markaðs­leyfi á næstu árum

Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Segir reynsluna úr at­vinnu­lífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Tvær bílveltur með stuttu milli­bili

Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu.  Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

„Sigur er alltaf sigur“

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við gjald­töku yfir nýja Ölfus­ár­brú

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

Innlent