Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13.9.2025 23:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50
Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13.9.2025 21:31
„Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13.9.2025 14:47
Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Innlent 13.9.2025 14:16
Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Innlent 13.9.2025 14:03
Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Innlent 13.9.2025 12:04
„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Innlent 13.9.2025 12:01
Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13.9.2025 11:27
Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13.9.2025 11:05
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13.9.2025 10:37
Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29
„Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ „Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall. Innlent 13.9.2025 07:00
Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Innlent 12.9.2025 23:01
Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni á Ströndum í nótt og á morgun vegna talsverðrar úrkomu næsta sólarhringinn. Uppsöfnuð úrkoma gæti farið yfir 100 mm á láglendi og allt að 180 mm til fjalla ef spáin gengur eftir. Innlent 12.9.2025 22:54
Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Síðan rétt eftir sjö í kvöld hafa nokkrir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg. Sá stærsti mældist þegar klukkan var fjórar mínútur gengin í átta og hann var 4,0 að stærð. Innlent 12.9.2025 20:40
Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Innlent 12.9.2025 20:02
Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Innlent 12.9.2025 19:31
Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Innlent 12.9.2025 18:02
Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Innlent 12.9.2025 17:06
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12.9.2025 16:29
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19
Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. Innlent 12.9.2025 15:11
Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. Innlent 12.9.2025 14:52