Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fátt virðist geta komið í veg fyrir verk­föll

Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri vill ekki mikinn fjölda hælis­leit­enda í JL húsið

Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Fíkni­efni í bala og milljónir í skúffu

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort for­eldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir höfuð­högg sem leiddi til dauða

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Í­treka að næringarráð­leggingar fela ekki í sér boð og bönn

Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisfélög skora á Guð­rúnu

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Tóku börnin inn ó­háð mönnun og fara frekar í fáliðun

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun.

Innlent
Fréttamynd

„Lausa skrúfan“ seld á Akur­eyri

„Lausa skrúfan“ er yfirskrift á átaki hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, sem hefst í næsta mánuði í þeim tilgangi að tryggja enn frekar starfsemi Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún gefur ekki kost á sér

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokks á komandi landsfundi. Hún sækist ekki heldur eftir varaformannssætinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

„Drauma­húsið“ sem hefði getað sparað stór­fé

Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Sindri grunaður um fjár­drátt

Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ærandi þögn og klukkan tifar

Þögnin er ærandi þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins. Enginn líklegur hefur opinberlega boðið fram krafta sína til formanns þó eitt formannsefni vinni hörðum höndum að framboði.

Innlent
Fréttamynd

Halla vill leiða VR á­fram

Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 

Innlent
Fréttamynd

Strætó fær sérakrein á Kringlu­mýrar­braut

Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð.

Innlent
Fréttamynd

Leyfið heyrir sögunni til

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu. 

Innlent