Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 3.8.2025 08:32
Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður eftir að hann hafði valdið slysi og var hann vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 3.8.2025 07:49
Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum virðist hafa gengið vel fyrir sig í gærkvöldi eftir að Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti. Var það eftir að slagviðri fór yfir eyjuna í fyrrinótt og olli þar usla. Innlent 3.8.2025 07:34
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Innlent 2.8.2025 19:55
Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Innlent 2.8.2025 19:02
Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum við Reynisfjöru. Umfangsmikil leit stóð að henni í tæpar tvær klukkustundir. Innlent 2.8.2025 18:10
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Innlent 2.8.2025 18:02
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2.8.2025 17:12
Herjólfur siglir ekki meira í dag Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn. Innlent 2.8.2025 16:47
Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. Innlent 2.8.2025 15:42
„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Innlent 2.8.2025 14:58
Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verðbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Innlent 2.8.2025 13:05
Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Pilippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg. Innlent 2.8.2025 12:48
Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Veðrið í Vestmannaeyjum hafði töluverð áhrif á hátíðarhöld í eyjunni í nótt en hætt var við að kveikja í brennu á Fjósakletti auk þess sem nokkur hátíðarhöld fuku. Innlent 2.8.2025 11:42
Hnífurinn reyndist grilltangir Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir. Innlent 2.8.2025 10:12
„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Innlent 2.8.2025 10:03
Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa og Breiðafirði vegna hvassrar sunnanáttar. Á Breiðafirði tók viðvörunin gildi kukkan níu en klukkan tíu á Faxaflóa. Búast má við sunnan þrettán til 23 metrum á sekúndu og hviðum á bilinu 25-30. Innlent 2.8.2025 09:57
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. Innlent 2.8.2025 08:06
Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Innlent 2.8.2025 07:36
Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Þjóðhátíðargestum er boðið að koma inn í Herjólfshöllina vegna hvassviðris sem á þó að ganga yfir í nótt. Dagskrá kvöldsins helst óbreytt og enn er fjöldi brekkunni að bíða eftir Stuðlabandið stígi á svið. Innlent 1.8.2025 21:55
Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Innlent 1.8.2025 21:26
Opnun Samverks á Hellu fagnað Íbúar á Hellu og næsta nágrenni ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því glerverksmiðjan Samverk er að opna aftur eftir að hafa verið lokuð síðust mánuði. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný í byrjun ágúst. Innlent 1.8.2025 21:04
„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Innlent 1.8.2025 20:13
Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Samfylkingin mælist með tæplega 35 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups og er stærst í öllum kjördæmum. Samkvæmt könnuninni gæti flokkurinn myndað meirihluta með Viðreisn án aðkomu Flokks fólksins. Framsóknarflokkurinn mælist rétt undir fimm prósentum. Innlent 1.8.2025 19:19