Innlent Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10.9.2025 21:10 Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. Innlent 10.9.2025 20:42 „Ísland á betra skilið“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi. Innlent 10.9.2025 20:05 Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10.9.2025 19:58 Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10.9.2025 19:20 Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Innlent 10.9.2025 19:14 Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Innlent 10.9.2025 19:07 Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Innlent 10.9.2025 18:58 Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik. Innlent 10.9.2025 18:23 Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni. Innlent 10.9.2025 18:01 Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri. Innlent 10.9.2025 17:31 Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10.9.2025 17:21 Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. Innlent 10.9.2025 17:10 Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ. Innlent 10.9.2025 15:28 Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Innlent 10.9.2025 15:03 „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10.9.2025 12:51 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Innlent 10.9.2025 12:25 Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Innlent 10.9.2025 12:16 Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Innlent 10.9.2025 12:02 Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Innlent 10.9.2025 11:58 Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10.9.2025 11:51 Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Í hádegisfréttum fjöllum við um drónaflug Rússa í pólskri lofthelgi í morgun sem vakið hefur hörð viðbrögð. Innlent 10.9.2025 11:38 Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Innlent 10.9.2025 11:35 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 10.9.2025 10:10 „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. Innlent 10.9.2025 09:35 Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07 Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10.9.2025 07:56 Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10.9.2025 06:57 Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48 Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. Innlent 10.9.2025 06:38 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10.9.2025 21:10
Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. Innlent 10.9.2025 20:42
„Ísland á betra skilið“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór hörðum orðum um ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í stefnuræðu sinni. Hún segir það að ganga inn í Evrópusambandið, líkt og ríkisstjórnin stefni að, þýði afturför í íslensku samfélagi. Innlent 10.9.2025 20:05
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10.9.2025 19:58
Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10.9.2025 19:20
Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Innlent 10.9.2025 19:14
Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Innlent 10.9.2025 19:07
Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Innlent 10.9.2025 18:58
Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik. Innlent 10.9.2025 18:23
Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni. Innlent 10.9.2025 18:01
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri. Innlent 10.9.2025 17:31
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10.9.2025 17:21
Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. Innlent 10.9.2025 17:10
Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ. Innlent 10.9.2025 15:28
Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Innlent 10.9.2025 15:03
„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10.9.2025 12:51
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Innlent 10.9.2025 12:25
Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Innlent 10.9.2025 12:16
Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Innlent 10.9.2025 12:02
Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Innlent 10.9.2025 11:58
Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10.9.2025 11:51
Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Í hádegisfréttum fjöllum við um drónaflug Rússa í pólskri lofthelgi í morgun sem vakið hefur hörð viðbrögð. Innlent 10.9.2025 11:38
Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Innlent 10.9.2025 11:35
Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 10.9.2025 10:10
„Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. Innlent 10.9.2025 09:35
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07
Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10.9.2025 07:56
Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10.9.2025 06:57
Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48
Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. Innlent 10.9.2025 06:38