Innlent

Bílarnir dregnir upp úr sjónum

Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Innlent

Grátandi for­eldrar ein­hverfra ung­menna án úr­ræða

Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun.

Innlent

Skila sex hundruð milljónum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga.

Innlent

Um­talað kynferðisbrotamál fer á efsta dóm­stigi

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi.

Innlent

Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma.

Innlent

Bein út­sending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Ís­landi

KPMG og Orkuklasinn boða til fundar um stöðu og þróun í vindorku á Íslandi og framtíðarsýn í málaflokknum undir yfirskriftinni „Með byr í seglum“. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra ávarpar fundinn. Dagskrá hefst klukkan 9:30 og verður í beinni á Vísi.

Innlent

Vísir á lands­fundi: Þúsund handa­bönd og þunnir stuðnings­menn

Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 

Innlent

Vilja nýjan flug­völl á Ísa­firði

Innviðafélag Vestfjarða segir að áform Icelandair um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 fela í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Ákvörðunin undirstriki hversu brýnt það sé að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði, til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts.

Innlent

„Þetta eru auð­vitað náttúru­ham­farir“

Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Innlent

Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins

Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra.

Innlent

Af­nemur handhafalaun vegna for­seta­valds

Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds.

Innlent

Alvotech fær ekki að byggja leik­skóla

Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum.

Innlent

Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag.

Innlent

Við­brögð við hag­ræðingar­tillögum og stofnun varnar­mála­nefndar

Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Helga Rósa nýr for­maður Fíh

Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag.

Innlent

Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030.

Innlent