Gagnrýni

Hollywooddrama í háum gæðaflokki

Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur þess var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Kvikmyndin Ford v Ferrari fjallar um þetta.

Gagnrýni

Spenna og illska

Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju.

Gagnrýni

Erfiðleikar mannsins

Fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness Halldórssonar, eða Dóra DNA, er einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt.

Gagnrýni

Af ribböldum, ölkum og aumingjum

Stefán Máni er forvitnilegur höfundur. Ég held ég hafi lesið megnið af því sem frá honum hefur komið í gegnum tíðina en hann vakti athygli strax í kringum aldamót með bókum sem lofuðu verulega góðu.

Gagnrýni

Hvað kom fyrir Nesbø?

Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur.

Gagnrýni

Þægi­leg af­þreying

Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er auglýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi.

Gagnrýni

Farið milli skauta og heima

Segja má að í þessari í nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar, sem nefnist Heimskaut, sé bæði farið milli skauta og heima því að efnistökin einskorðast hvorki við nútíð né fortíð, nánd eða firrð.

Gagnrýni

Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar

Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin "ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“

Gagnrýni

Rödd samviskunnar

Bubbi Morthens (f. 1956) er listamaður með sterka rödd í margvíslegum skilningi. Maður með erindi. Rödd hans er krefjandi, áleitin, ástríðufull, hrjúf en hlý. Samviskurödd.

Gagnrýni

Rowling á glæpaslóðum

Metsöluhöfundurinn og skapari Harry Potter, J.K. Rowling, hefur skrifað fjórar sakamálasögur undir dulnefninu Robert Gal­braith og líklegt er að bækurnar verði fleiri. Aðalpersóna bókanna er einkaspæjarinn Cormoran Strike og aðstoðarkona hans, Robin Ellacott.

Gagnrýni

Lifi smekkleysan!

Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi

Gagnrýni

Realískur Jóker veldur uppnámi, deilum og usla

Joaquin Phoenix fer með hlutverk hins misheppnaða Flecks sem hann túlkar ekki síst með líkamanum og hreyfingum þannig að hann passar fullkomlega inn í þann drungalega raunveruleika sem hér er lagt upp með að skapa á hvíta tjaldinu.

Gagnrýni

Kattarkonsert, en engin mús

Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila.

Gagnrýni

Shakespeare endurmetinn

Kynjapólitík verksins er óþægileg, ekki einungis vegna vofu Harveys­ Weinstein. Konurnar eru vændiskonur, fóstrur, fjarverandi eða fórna sér fyrir hinn listræna málstað karlkyns snillingsins.

Gagnrýni

Hver vegur að heiman?

Átta ár eru liðin síðan leikstjórinn Elfar Aðalsteins sýndi stuttmyndina Sailcloth á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og stóð uppi sem sigurvegari þegar myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á hátíðinni.

Gagnrýni