

Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda.
Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og það fyllist af nærveru, ilmvatni og örlitlum hroka sem festist í loftinu eins og þykkur rjómi.
Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking.
Hver er Laddi? Hver er maðurinn á bak við grímuna? Á bak við persónurnar sem eru löngu orðin hluti af þjóðarvitund Íslendinga? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem stórsýningin Þetta er Laddi reynir að svara í gegnum leik, dans, söng og grín.
Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni.
Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.
Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.
Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar.
Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Heim er nýjasta verkið úr smiðju Hrafnhildar Hagalín og fjallar um íslenska fjölskyldu á krossgötum. Þetta er ekki verk sem leitast við að umbylta leikhúsforminu eða tækla mikilvæg samfélagsmálefni. Hér er kastljósinu beint að ástinni, fjölskylduböndum og hvernig leyndarmál hafa tilhneigingu til að finna sér leið á yfirborðið. Vandi verksins er hins vegar að leyndarmálin eru frekar augljós og verkið hefði þurft á betri leikstjórn að halda en það fær úr höndum þjóðleikhússtjóra.
Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu.
Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.
Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið.
Ungfrú Ísland er verðlaunuð skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og fjallar um baráttu rithöfundarins Heklu Gottskálksdóttur fyrir því að fá verk sín útgefin og hljóta viðurkenningu og virðingu meðal samferðarfólks síns.
Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin.
Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum.
Romy Mathis hefur unnið sig upp á toppinn sem forstjóri tæknifyrirtækis, er gift elskulegum manni og á tvær dætur. En hún hugsar líka brenglaðar hugsanir og er kynferðislega ófullnægð. Ungur starfsnemi sér í gegnum hana og veit hvaða hún vill: láta einhvern taka af sér völdin og drottna yfir sér.
Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.
Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla.
Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina.
Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.
Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson.
Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn.
Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar.
Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur.