Golf

Greg Norman á stóran þátt í titlinum

„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli.

Golf

Adam Scott vann Masters eftir umspil

Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna.

Golf

Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von

Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Golf

Tiger sættir sig við refsinguna

Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi.

Golf

Tiger slapp með skrekkinn

Tiger Woods var ekki vísað úr Masters-mótinu fyrir ólöglegt dropp á hringnum í gær. Hann fær aftur á móti tveggja högga víti frá dómaranefnd mótsins.

Golf

Heppnin ekki með Tiger á fimmtándu

Tiger Woods er í 7. sæti og þremur höggum á eftir efsta manni þegar Mastersmótið í golfi er hálfnað. Tiger byrjaði vel á öðrum hring en hafði ekki heppnina með sér á fimmtándu holunni.

Golf

Strákurinn spilaði of hægt og fékk refsihögg

Hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang hefur vakið mikla athygli á Mastersmótinu en hann er yngsti keppandi sögunnar á þessu fornfræga móti. Kínverski táningurinn kláraði annan hringinn á Masters-mótinu á þremur höggum yfir pari og er nú á fjórum höggum yfir eftir 36 holur.

Golf

Haldið í hefðirnar á Augusta

Fyrsta Masters-mótið fór fram á Augusta National-golfvellinum fyrir 79 árum og mótið hefur síðan alltaf verið eitt af stærstu mótum ársins.

Golf

Garcia nýtur augnabliksins

Spánverjinn Sergio Garcia og Ástralinn Marc Leishman eru efstir og jafnir að loknum fyrsta keppnisdegi á Masters mótinu í golfi.

Golf

Tiger eða Dustin vinna Masters

Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra.

Golf

Búist við gífurlega hröðum flötum

Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum.

Golf

Bauð upp á kjúkling

Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman.

Golf

Golfið er alltaf númer eitt

Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum.

Golf

14 ára undrabarn leikur á Masters

Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt.

Golf

Tiger: Rory er minn helsti keppinautur

Þó svo Norður-Írinn Rory McIlroy vilji sem minnst gera úr því að hann og Tiger Woods séu orðnir aðalkeppinautar segir Tiger að hann líti á McIlroy sem sinn helsta keppinaut.

Golf

Ég er ekki í sama klassa og Tiger

Fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið, hefst á Augusta-vellinum á morgun. Mikil spenna er líkt og venjulega fyrir mótinu. Flestra augu beinast að Nike-félögunum Tiger Woods og Rory McIlroy. Fjölmiðlar hafa reynt að stilla þeim upp sem helstu keppinautum fyrir mótið en Norður-Írinn McIlroy hefur reynt að draga úr öllu slíku tali.

Golf

Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu

Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður.

Golf

Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi.

Golf

Missir af Masters

Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni.

Golf