Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni

Stjarnan tók á móti Minaur Baia Mare í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í Hekluhöllinni í dag. Fyrri leikurinn í Rúmeníu fór 26-26. Leik liðanna í dag lyktaði sömuleiðis með jafntefli, 23-23, og úrslitin réðust í vítakastkeppni. Þar hafði Minaur Baia Mare betur og fer þar af leiðandi áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Stjarnan situr eftir með sárt ennið. 

Handbolti
Fréttamynd

Elín Klara markahæst í risasigri

Íslenska landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, fór mikinn þegar Sävehof vann risasigur á Eslov, 37-20, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ný­liðarnir byrja á góðum sigri

Tveir leikir fóru fram í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Þórs frá Akureyri fara vel af en liðið vann öruggan sigur á ÍR. Þá vann ÍBV eins marks sigur á HK.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingarnir tryggði Gum­mers­bach sigur

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman eins marks sigur á Melsungen í efstu deild þýska handboltans. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson áttu risastóran þátt í sigri dagsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“

Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Tauga­laus“ Óðinn með þrettán mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur.

Handbolti
Fréttamynd

Valur meistari meistaranna

Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mættust í dag í meistarakeppni HSÍ þar sem Íslandsmeistarar fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi 22-15.

Handbolti