Handbolti

Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“
Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar.

„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“
Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun.

Aðalsteinn látinn taka poka sinn hjá Minden
GWD Minden hefur tilkynnt starfslok þjálfarans Aðalsteins Eyjólfssonar. Hann mun láta af störfum þegar í stað og aðstoðarþjálfarinn Aaron Ziercke tekur við.

Metfjöldi sá Sviss steinliggja fyrir Þjóðverjum
Gestgjafaþjóð Evrópumótsins í handbolta, Þýskaland, fór létt með sinn fyrsta leik gegn Sviss á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf í kvöld. Heimamenn unnu öruggan þrettán marka sigur, 27-14.

Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar
Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag.

Öruggur sigur Frakka í fyrsta leik mótsins
Evrópumótið í handbolta hófst formlega í dag. Frakkland spilaði fyrsta leik og vann þar öruggan 39-29 sigur á Norður-Makedóníu.

Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München
Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu.

Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin
Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni.

2 dagar í EM: Næstbesta Evrópumót strákanna okkar
Íslenska landsliðið komst í fyrsta sinn í undanúrslit á Evrópumóti þegar liðið spilaði um verðlaun á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir 22 árum síðan.

Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“
Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt.

„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“
Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta.

Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM
Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því.

Sjáðu fótboltavöll verða að stærstu handboltahöll sögunnar á mettíma
Evrópumót karla í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum þar sem sett verður áhorfendamet á handboltaleik þar sem búið er að breyta fótboltavelli í stærstu handboltahöll sögunnar.

Alfreð gæti verið án síns reyndasta manns allt EM
Patrick Groetzki, hægri hornamaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins, missir að öllum líkindum af Evrópumótinu í handbolta sem hefst á morgun.

Besta sætið: „Alls konar viðvörunarbjöllur klingja“
Nýtt hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, hefur göngu sína í dag. EM í handbolta er í brennidepli í fyrsta þættinum.

3 dagar í EM: Þriðja besta Evrópumót strákanna okkar
Íslenska landsliðið náði sínum þriðja besta árangri í sögu Evrópukeppni karla í handbolta á mótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan.

Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München
Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi.

Nota gervigreind til að berjast gegn svindli á EM í handbolta
Það verður enn erfiðara en áður fyrir óprúttna aðila að komast upp með hagræðingu úrslita á Evrópumótinu í handbolta sem hefst í vikunni.

Danir grínast með að Ísland vilji bara silfur
Gullverðlaunin eru frátekin á Evrópumóti karla í handbolta í janúar, fyrir Danmörku. Hin liðin vilja þess vegna bara silfur.

Fjalla um reiða strákinn Björgvin sem varð að fyrirmynd
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í forsíðuviðtali á vef handknattleikssambands Evrópu, í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst á morgun, þar sem hann ræðir um leið sína frá því að vera „reitt barn“ að því að verða fyrirmynd sem gæti hjálpað öðrum.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 30-37 | Fundu lausnir í Linz
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann Austurríki, 30-37, í seinni vináttulandsleik þjóðanna. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir EM sem hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Serbum á föstudaginn.

Vantar einn í íslenska hópinn í dag
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður skipað sautján leikmönnum í dag, í seinni vináttuleiknum við Austurríki í undirbúningi sínum fyrir EM.

Allt að verða klárt fyrir heimsmetið
Opnunarleikir Evrópumeistaramótsins í handbolta verða sögulegir því þeir verður spilaður inn á fótboltaleikvangi.

4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar
Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir.

Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM?
Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti.

Verkfall truflar EM í handbolta
Evrópumótið í handbolta hefst á miðvikudaginn kemur en verkfallsaðferðir í Þýskalandi gætu sett sinn svip á fyrstu viku mótsins.

Danir fóru létt með Hollendinga
Danir kláruðu sinn undirbúning fyrir EM nú í janúar með sigri á Hollandi í dag.

5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar
Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum.

Lærisveinar Alfreðs unnu og Serbar töpuðu
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans unnu Portúgal í vináttulandsleik liðanna sem er undirbúningur fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 28-33 | Öruggt gegn Austurríki
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Austurríki, 28-33, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í dag. Liðin mætast aftur á mánudaginn.