„Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2024 21:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Leó Gunnarsson átti frábæra innkomu er íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sex marka sigur gegn Bosníu í undankeppni EM 2026 í kvöld. Þorsteinn Leó kom ekkert við sögu í fyrri hálfleik, en tók málin í sínar hendur í þeim seinni og skoraði átta mörk úr níu skotum. „Mér leið bara ótrúlega vel að koma hérna og spila fyrir framan fulla höll. Mér leið ekkert eðlilega vel þegar ég kom inn á og sjálfstraustið var í botni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Þorsteinn Leó í leikslok. Eins og áður segir skoraði Þorsteinn átta mörk úr níu skotum og endaði sem markahæsti maður vallarins. „Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara.“ Þá segist hann geta komið með eitthvað annað að borðinu en íslensku strákarnir höfðu verið að gera í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 12 mörk. „Já klárlega. Ég kom með eitthvað nýtt inn í þetta. Þetta hafði kannski verið of mikið hnoð í fyrri, en ég kem með skotin af níu metrunum, sem kannski vantaði hjá okkur, og þar með opnaðist vörnin.“ Hann segir einnig að leikur kvöldsins sé gott veganesti í næsta leik þar sem Ísland heimsækir Georgíu næstkomandi sunnudag. „Þetta gefur okkur gott sjálfstraust í næsta leik og eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorsteinn að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þorsteinn Leó kom ekkert við sögu í fyrri hálfleik, en tók málin í sínar hendur í þeim seinni og skoraði átta mörk úr níu skotum. „Mér leið bara ótrúlega vel að koma hérna og spila fyrir framan fulla höll. Mér leið ekkert eðlilega vel þegar ég kom inn á og sjálfstraustið var í botni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Þorsteinn Leó í leikslok. Eins og áður segir skoraði Þorsteinn átta mörk úr níu skotum og endaði sem markahæsti maður vallarins. „Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara.“ Þá segist hann geta komið með eitthvað annað að borðinu en íslensku strákarnir höfðu verið að gera í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 12 mörk. „Já klárlega. Ég kom með eitthvað nýtt inn í þetta. Þetta hafði kannski verið of mikið hnoð í fyrri, en ég kem með skotin af níu metrunum, sem kannski vantaði hjá okkur, og þar með opnaðist vörnin.“ Hann segir einnig að leikur kvöldsins sé gott veganesti í næsta leik þar sem Ísland heimsækir Georgíu næstkomandi sunnudag. „Þetta gefur okkur gott sjálfstraust í næsta leik og eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira