Innherji

Skörp vaxtahækkun liggur í loftinu

Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta eða meira á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort Seðlabankinn vilji eiga inni vaxtahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður eða senda skýr skilaboð áður en viðræðurnar hefjast.

Innherji

Stór­felldri til­færslu hjá LV og Gildi verður „án efa vísað til dóm­stóla“

Bjarni Guðmundsson, sjálfstætt starfandi tryggingastærðfræðingur sem veitir fjölda lífeyrissjóða ráðgjöf, segir að ákvarðanir Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og Gildis lífeyrissjóðs um að breyta áunnum réttindum mismikið eftir aldurshópum feli sannarlega í sér „stórfelldan tilflutning verðmæta“ frá ungu kynslóðinni til hinnar eldri. Framkvæmdastjórar sjóðanna hafa vísað þessari túlkun á bug.

Innherji

Ríkis­vöru­merkið skilar hagnaði eftir miklar niður­færslur og tap­rekstur

Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Icelandic Trademark Holding (ITH), sem er í eigu íslenska ríkisins og heldur utan um vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood. Eftir að ljóst varð að langtímaáætlanir félagsins myndu ekki ganga eftir, sem leiddi til verulegra lækkana á verðmati vörumerkjanna, var rekstrarkostnaður félagsins skorinn niður um 100 milljónir og miklu tapi snúið í hagnað. Þetta má lesa úr ársreikningi ITH.

Innherji

Svona gera menn ekki

Launþegum er að lögum skylt að verja stórum hluta tekna sinna til öflunar lífeyrisréttinda. Um þau réttindi verður að ríkja traust, og tryggt verður að vera að þeim verði ekki breytt afturvirkt með geðþóttaákvörðunum frá því sem sjóðfélögum var kynnt er iðgjald var greitt.

Umræðan

Raf­mynta­sjóður Visku hefur hækkað um rúm 24 prósent frá stofnun

Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hefur hækkað um rúmlega 24 prósent frá því að gengið var frá 500 milljóna króna fjármögnun sjóðsins í byrjun júlí. Þetta kemur fram í fréttabréfi Visku Digital Assets, rekstrarfélagi sjóðsins, sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji

Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár

Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár.

Innherji

Hræringar á orku­­markaði hafa ekki haggað úti­­­lokunar­­stefnu LV

Efnalagslegar afleiðingar stríðsins í Úkraínu, einkum hækkandi orkukostnaður, hafa breytt því hvernig margir alþjóðlegir stofnanafjárfestar nálgast ábyrgar fjárfestingar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) telur hins vegar ekki tilefni til að endurskoða stefnu sjóðsins um útilokun á tilteknum jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum í eignasöfnum sínum. 

Innherji

Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja. 

Innherji

Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans

Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian.

Innherji

Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf

Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.

Klinkið

Valitor komið á réttan kjöl eftir heljarinnar átak í miðjum heimsfaraldri

Viðamikil endurskipulagning á Valitor kom greiðslumiðlunarfyrirtækinu á réttan kjöl eftir áralangan taprekstur. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót, segir að sala á erlendri starfsemi, veruleg hagræðing á öllum sviðum og markviss stefnumótun hafi lagt grunninn að farsælli umbreytingu á rekstrinum.

Innherji

Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels

Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni.

Klinkið

Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans.

Innherji

Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði

Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu.

Umræðan

Keppi­nautar vilja skerða einkakaup milli Símans og Mílu til muna

Keppinautar Símasamstæðunnar telja að fyrirhugaður einkakaupasamningur á milli Símans og Mílu til 17 ára hafi skaðleg áhrif á samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði og því þurfi að stytta lengd samningsins til muna. Þetta kemur fram í umsögnum fjarskiptafyrirtækja um tillögur franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian um skilyrði vegna kaupanna á Mílu.

Innherji

Kaupmáttaraukning síðustu ára gnæfir yfir hin Norðurlöndin

Kaupmáttur launafólks á Íslands jókst um 57 prósent á tímabilinu 2012 til 2021 en á Norðurlöndunum nam kaupmáttaraukning einungis 2-10 prósentum yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í skýrslu Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og nefndarmanns í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, um vinnumarkaðinn en skýrslan var unnin að beiðni forsætisráðuneytisins.

Innherji

Svig­rúm til launa­hækkana er á þrotum, segir hag­fræðingur for­sætis­ráðu­neytisins

Svigrúmið sem myndaðist fyrir launahækkanir á árunum eftir fjármálahrunið, einkum vegna uppgangs ferðaþjónustu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, er á þrotum og ólíklegt er að aðstæður verði jafnhagfelldar í bráð. Þetta skrifar Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá forsætisráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, í greinargerð sem var unnin að beiðni þjóðhagsráðs.

Innherji

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir

Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Innherji