Innherji

Gengis­hækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu er­lendra sjóða á ríkis­bréfum

Hörður Ægisson skrifar
Mikill meðbyr hefur verið með skuldabréfamörkuðum allt frá því í byrjun síðustu viku, sem hefur skilað sér í aukinni veltu, þegar ljóst varð að hagvaxtarhorfur hefðu versnað talsvert á skömmum tíma.
Mikill meðbyr hefur verið með skuldabréfamörkuðum allt frá því í byrjun síðustu viku, sem hefur skilað sér í aukinni veltu, þegar ljóst varð að hagvaxtarhorfur hefðu versnað talsvert á skömmum tíma. Samsett

Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað.


Tengdar fréttir

Grein­endur vænta þess að verðbólgan haldist yfir fjögur pró­sent næstu mánuði

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.

Erum frekar að fá til okkar skulda­bréfa­fjár­festa sem horfa til langs tíma

Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum.

Væri „ekki heppi­legt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira

Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×