
Íslenski boltinn

Pepsi Max Stúkan sýndi og sannaði að boltinn fór inn fyrir línuna hjá Gísla í gær
Gísli Laxdal Unnarsson hélt að hann hefði skoraði eitt flottasta markið sitt á ferlinum en aðstoðardómarinn í leik ÍA og HK í Pepsi Max deild karla í gær var ekki á sama máli. Pepsi Max Stúkan skoðaði atvikið betur eftir leik.

Stjarnan tryggir sér þjónustu þeirrar markahæstu til næstu þriggja ára
Framherjinn eldsnöggi Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2024.

Markasúpa gærdagsins: Sigurmark Leiknis, mörk Skagamanna, fyrsta mark Stefáns Árna og óvænt tvenna
Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Í þeim voru 14 mörk skoruð og má sjá þau öll hér að neðan.

Ræddu rauða spjaldið hjá Jóa Kalla í gær: „Ég held að hann sé alveg að segja satt“
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hans með í Skagaliðinu unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkan ræddi þetta rauða spjald.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri
Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík
Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld.

Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári.

Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum
KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld.

„Ég sprakk í fyrri hálfleik“
Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár.

Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum
Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli.

„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“
Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni
KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni.

„Vitum að þetta er ekkert búið“
Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals

Bryndís Arna fór beint upp á spítala eftir leikinn við Keflavík
Bryndís Arna Níelsdóttir var besti leikmaður vallarins í 1-2 sigri Fylkis á heimakonum í Keflavík fyrr í kvöld. Bryndís skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum og er hún nú markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkiskonur upp úr fallsæti eftir fyrsta sigurinn í tæpa tvo mánuði
Fylkir vann 2-1 sigur á Keflavík í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin voru jöfn á botni deildarinnar fyrir leikinn en sigurinn skýtur Fylki upp úr fallsæti.

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 1-3 | Íslandsmeistararnir skutu Norðankonur niður í fallsæti
Breiðablik vann 3-1 sigur á Tindastóli í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Blikakonur halda því í við topplið Vals sem einnig vann sinn leik fyrr í kvöld.

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum
Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 1-0 | Fanndís hetjan í uppbótartíma
Valur vann sinn sjötta deildarleik í röð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta er liðið lagði ÍBV 1-0 að Hlíðarenda í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið á ögurstundu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-1| Þór/KA tryggði sér stig í blálokin
Tíðindalitlum leik í Garðabænum lauk með 1-1 jafntefli.Hildigunnur Ýr kom Stjörnunni yfir snemma leiks. Það benti síðan ekkert til þess að Þór/KA myndi jafna þar til Karen María Sigurgeirsdóttir lét vaða og endaði skot hennar yfir Höllu Margréti og í netinu. 1-1 því niðurstaðan.

Vestri vann annan leikinn í röð með 10 menn
Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Vestri vann 2-1 útisigur á Grindavík og Afturelding lagði Þór 2-0.

Mikkelsen fékk leyfi til að fara frá Blikum: Allt í mesta bróðerni
Thomas Mikkelsen leikur sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstunni en Breiðablik hefur orðið við beiðni Danans um að ljúka samningi sínum við félagið, sem hann óskaði eftir af persónulegum ástæðum.

Fram og Grótta með sigra í Lengjudeildinni
Fram og Grótta unnu góða sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Framarar unnu 2-0 heimasigur gegn tíu leikmönnum Fjölnis og Grótta vann 2-1 þegar að Selfyssingar kíktu í heimsókn.

Barbára lánuð til sigursælasta liðs Danmerkur: „Alltaf verið draumurinn minn að fara út í atvinnumennsku“
Selfoss hefur lánað Barbáru Sól Gísladóttur til danska úrvalsdeildarliðsins Brøndby.

Sjáðu markið sem dómarinn tók af unga Garðbæingnum og markið mikilvæga í leik Vals og KR
Fimmtándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og það var nóg skorað í fyrri hálfleiknum í tveimur leikjum. Hér má sjá öll mörkin frá því í gærkvöldi.

Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 2-4 | Arnþór og Birnir tryggðu HK magnaðan sigur
HK vann 4-2 sigur á FH í 15. Umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir hörkuleik liðanna í Kaplakrika í kvöld. HK fær því þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Umfjöllun: Valur - KR 1-0 | Valsmenn gerðu gott sem út um vonir KR-inga
Valur vann KR 1-0 í stórleik kvöldsins í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta er liðin áttust við að Hlíðarenda. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en vonir KR-inga um Íslandsmeistaratitil eru gott sem úr sögunni.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú
Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Birnir Snær: Sýndum okkar bestu hliðar
Birnir Snær, leikmaður HK, var virkilega sáttur eftir 2-4 sigur HK í Kaplakrika þar sem hann skoraði tvö mörk.

Leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark Vals í leiknum mikilvæga gegn KR í kvöld en hann er nýlega byrjaður að spila með liðinu eftir erfið meiðsli. Hann var að vonum sáttur í leikslok.

Sævar Atli sagður á leið til liðs Freys í Danmörku
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Leiknis frá Reykjavík, er sagður vera á leið til Lyngby í Danmörku. Lyngby muni kaupa Sævar Atla frá Leikni á næstu dögum.