Íslenski boltinn

Eyjamenn áfram í bikarnum
Fjórum leikjum er lokið í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. ÍBV, Vestri og Stokkseyri unnu örugga sigra.

Ægir Jarl framlengir í Vesturbæ
Sóknartengiliðurinn Ægir Jarl Jónasson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um tvö ár.

Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Kórdrengir lögðu Selfoss og Ólsarar skoruðu 18
Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Hæst ber að Kórdrengir unnu Selfoss í Lengjudeildarslag og Víkingur frá Ólafsvík skoraði 18 mörk gegn Gullfálkanum.

Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Valgeir leikur með HK í sumar
HK hefur heldur betur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Pepsi Max-deild karla. Valgeir Valgeirsson, besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, mun leika með uppeldisfélagi sínu í sumar. HK greindi frá þessu í kvöld.

Guðmundur snýr heim í Safamýrina
Framherjinn Guðmundur Magnússon hefur gengið í raðir uppeldisfélags síns Fram og mun því leika í Safamýrinni í Lengjudeild karla í sumar. Fram hefur leik í deildinni gegn gömlum félögum Guðmundar.

Eyjakonur fá liðsstyrk frá Bandaríkjunum
Varnarmaðurinn Annie Williams hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Eyjakonur mæta Þór/KA í fyrstu umferð þann 4. maí.

Hilmar Árni framlengir í Garðabæ
Sóknartengiliðurinn Hilmar Árni Halldórsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna í dag. Fram undan er sjötta tímabil hans með Garðabæjarliðinu.

Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Telur sína menn geta orðið Íslandsmeistara í sumar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur sína menn geta borið sigur úr býtum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar síðasta sumar er keppni var hætt þegar enn voru nokkrar umferðir eftir af mótinu.

Segist hvorki hafa tæklað neinn harkalega né kýlt
Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp.

Æfingaleikur KR og ÍA flautaður af
Samkvæmt heimildum Vísis var æfingaleikur KR og ÍA flautaður af þar sem mönnum var orðið það heitt í hamsi að ekki var hægt að halda leiknum áfram.

Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Tveir Fylkismenn byrja í banni og bönn taka gildi fyrr
Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt aðildarfélögum sínum um breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál.

Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Ágúst að láni til FH
Knattspyrnumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson mun leika með FH fyrri hluta sumars en hann kemur í Hafnarfjörðinn að láni frá Horsens í Danmörku.

Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Fyrsta umferðin öll á gervigrasi
Helmingur liðanna tólf í Pepsi Max-deild karla í fótbolta leikur heimaleiki sína á gervigrasi og eiga þau öll heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar sem leikin verður um komandi mánaðamót.

Blikar unnið tíu leiki í röð í Lengjubikar karla en engan titil
Annað árið í röð verður keppni ekki kláruð í Lengjubikarnum í fótbolta. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi í gær að stöðva keppnina og að Meistarakeppni KSÍ færi ekki fram í ár.

Pepsi Max-deild karla hefst eftir tvær vikur
Pepsi Max-deild karla hefst með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl.

Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili
„Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin.

Arnar með óuppsegjanlegan samning við Víkinga
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking um að þjálfa karlalið félagsins. Arnar mun samkvæmt samningnum stýra Víkingi næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2023.

Nýir leikmenn Kórdrengja brutu sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af leikmönnunum þremur gengu til liðs við Lengjudeildarlið Kórdrengja frá Bretlandseyjum í gærmorgun. Leikmennirnir áttu að vera í sóttkví.

Hefja leik viku síðar
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest hvenær mót sumarsins hefjast en hefja má æfingar að nýju á morgun eftir hlé vegna samkomutakmarkanna.

Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn.

Guðjón Pétur til Eyja
Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir ÍBV frá Breiðabliki og hefur skrifað undir tveggja ára samning.

Keflavík semur við tvo erlenda leikmenn
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið iðinn við kolann undanfarið og sótt leikmenn fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði lið eru nýliðar í Pepsi Max-deildunum í sumar. Kvennalið Keflavíkur samdi við tvo nýja leikmenn um helgina.

Vill tvo leikmenn til viðbótar en ekki tilbúinn að sækja hvern sem er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, væri til í að fá tvo leikmenn til viðbótar í lið sitt en vill vanda valið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.