Sjáum hvernig hann gengur frá þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Kristinn Steindórsson fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hulda Margrét Kristinn Steindórsson var allt í öllu er Breiðablik vann 2-0 útisigur á KA og tyllti sér á topp Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara eftir gott hlaup og enn betri sendingu þó ekki allir hafa verið á eitt sammála um hversu góð sendingin var er farið var yfir frammistöðu Kristins í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. „Hérna sjáum við síðara markið, Kristinn Steindórsson kemur að sjálfsögðu að því. Tekur hérna eiginlega tvo þríhyrninga og kemur honum á Árna Vilhjálmsson og þetta er svo mikið lykilatriði segi ég, markið er alltaf á sama stað. Árni veit að það er þarna og fer bara blint í skotið,“ sagði Guðmundur Benediktsson um síðara mark Breiðabliks á Greifavelli í gær. Klippa: KA 0-2 Breiðablik „Það er algjörlega málið, Árni gerir þetta frábærlega. Þessi sending frá Kristni er ekkert frábær, hún er fyrir aftan Árna,“ sagði Atli Viðar áður en Reynir Leósson greip inn í. „Er ekkert frábær!? Hún er algjörlega geggjuð. Þetta er hrikalega góð sending.“ „Sérðu hvað Árni þarf að gera þarna?“ spurði fyrrum framherjinn Atli Viðar áður en Gummi Ben ákvað að grípa inn í. „Getum líka kannski sagt að Kristinn gat ekki sent hann neitt annað. Hann hefði ekki getað sett hann fyrir framan Árna.“ „Það eru gæðin í Árna sem búa til þetta mark, miklu frekar en eitthvað annað,“ skaut Atli Viðar inn í. Hann virtist reyndar einn um þá skoðun. „Ef ég má aðeins koma inn á, Kristinn Steindórsson. Auðvitað hefur verið talað um hann og svona. Það voru flestir búnir að dæma hann úr leik. Hann er í dag orðinn lykilmaður í Íslandsmeistara kandídötum Breiðabliks og er að spila algjörlega frábærlega. Með stoðsendingu og mark í þessum leik,“ sagði Reynir um frammistöðu Kristins. „Kristinn var slakur í FH, kredit á Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks) líka hvernig hann hefur trekkt hann í gang en helst á hann sjálfan, hvernig hann hefur kveik í sér. Við sjáum bara hvernig hann gengur frá þessum leik sóknarlega, þetta var reyndar léleg sending hjá honum,“ bætti hann svo við og glotti. „Sendingin hefði mátt vera aðeins betri,“ sagði Atli Viðar og hló. „Hann er náttúrulega löðrandi af gæðum, munurinn núna og til dæmis það sem við sáum á FH tímanum hans er að það var ekkert sjálfstraust. Þannig að gæði og sjálfstraust í svona góðu liði sem spilar sóknarbolta þá er leikmaður eins og Kristinn Steindórsson að blómstra. Alveg stórkostlegur,“ sagði Atli Viðar jafnframt. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Kristinn Steindórsson Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00 Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46 Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara eftir gott hlaup og enn betri sendingu þó ekki allir hafa verið á eitt sammála um hversu góð sendingin var er farið var yfir frammistöðu Kristins í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. „Hérna sjáum við síðara markið, Kristinn Steindórsson kemur að sjálfsögðu að því. Tekur hérna eiginlega tvo þríhyrninga og kemur honum á Árna Vilhjálmsson og þetta er svo mikið lykilatriði segi ég, markið er alltaf á sama stað. Árni veit að það er þarna og fer bara blint í skotið,“ sagði Guðmundur Benediktsson um síðara mark Breiðabliks á Greifavelli í gær. Klippa: KA 0-2 Breiðablik „Það er algjörlega málið, Árni gerir þetta frábærlega. Þessi sending frá Kristni er ekkert frábær, hún er fyrir aftan Árna,“ sagði Atli Viðar áður en Reynir Leósson greip inn í. „Er ekkert frábær!? Hún er algjörlega geggjuð. Þetta er hrikalega góð sending.“ „Sérðu hvað Árni þarf að gera þarna?“ spurði fyrrum framherjinn Atli Viðar áður en Gummi Ben ákvað að grípa inn í. „Getum líka kannski sagt að Kristinn gat ekki sent hann neitt annað. Hann hefði ekki getað sett hann fyrir framan Árna.“ „Það eru gæðin í Árna sem búa til þetta mark, miklu frekar en eitthvað annað,“ skaut Atli Viðar inn í. Hann virtist reyndar einn um þá skoðun. „Ef ég má aðeins koma inn á, Kristinn Steindórsson. Auðvitað hefur verið talað um hann og svona. Það voru flestir búnir að dæma hann úr leik. Hann er í dag orðinn lykilmaður í Íslandsmeistara kandídötum Breiðabliks og er að spila algjörlega frábærlega. Með stoðsendingu og mark í þessum leik,“ sagði Reynir um frammistöðu Kristins. „Kristinn var slakur í FH, kredit á Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks) líka hvernig hann hefur trekkt hann í gang en helst á hann sjálfan, hvernig hann hefur kveik í sér. Við sjáum bara hvernig hann gengur frá þessum leik sóknarlega, þetta var reyndar léleg sending hjá honum,“ bætti hann svo við og glotti. „Sendingin hefði mátt vera aðeins betri,“ sagði Atli Viðar og hló. „Hann er náttúrulega löðrandi af gæðum, munurinn núna og til dæmis það sem við sáum á FH tímanum hans er að það var ekkert sjálfstraust. Þannig að gæði og sjálfstraust í svona góðu liði sem spilar sóknarbolta þá er leikmaður eins og Kristinn Steindórsson að blómstra. Alveg stórkostlegur,“ sagði Atli Viðar jafnframt. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Kristinn Steindórsson Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00 Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46 Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópubaráttu KR á lífi Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli. 26. ágúst 2021 08:00
Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. 25. ágúst 2021 20:46
Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39