Íslenski boltinn

Skagamenn með sigur í Safamýrinni
Skagamenn fóru með sigur af hólmi gegn Fram í Safamýrinni í dag 0-1 en það var Þórður Þorsteinn Þórðarson sem skoraði eina mark leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 4-1 | KA fór létt með Víking
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar þegar KA tók á móti Víkingum í Pepsi deildinni í dag og fór með 4-1 sigur af hólmi.

Þróttur sótti sigur í Grenivík
Ívar Örn Árnason skoraði tvö mörk, eitt fyrir hvort lið, þegar Magni og Þróttur mættust á Grenivík í Inkassodeild karla í dag.

Valur og Grindavík mætast í 8-liða úrslitum
Valur og Grindavík mætast í 8-liða úrslitunum Mjólkurbikar kvenna en dregið var í 8-liða úrslitin nú rétt í þessu.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 0-2 | Stjarnan sló Íslandsmeistarana út
Stjarnan er komið áfram í Mjólkurbikar kvenna eftir sigur á Þór/KA í 16-liða úrslitunum.

Þórsarar með sigur í Breiðholti
Þórsarar fóru með sigur af hólmi gegn ÍR í Inkasso deildinni í dag þar sem Alvaro Montejo hélt áfram sinni mögnuðu markaskorun í sumar.

Valskonur slógu FH örugglega út
Valur mun spila til 8-liða úrslita í Mjólkurbikar kvenna eftir stórsigur á FH á Hlíðarenda í 16-liða úrslitunum í dag.

Keflvíkingar nálægt því að slá bikarmeistarana út
Bikarmeistarar ÍBV eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Keflavík suður með sjó í dag.

Leik Þórs/KA og Stjörnunnar frestað um 45 mínútur
Leik Þórs/KA og Stjörnunnar í Mjólkurbikar kvenna sem átti að hefjast klukkan 16:30 í dag hefur verið frestað vegna samgönguerfiðleika um tæpan klukkutíma og er nýr leiktími klukkan 17:15.

Ástríðan á Dúllubarnum í Garðabæ: Móðir Hilmars Árna sátt með sinn mann
Ástríðan í Pepsimörkunum var á Samsung-vellinum í 6.umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í síðustu viku.

Valsmenn kalla Arnar Svein til baka úr láni
Íslandsmeistarar Vals hafa kallað varnarmanninn Arnar Svein Geirsson til baka úr láni frá KH. Félagið greindi frá þessu á Twitter í gærkvöld.

Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss.

Sá sem átti niðrandi ummæli á Framvellinum biðst afsökunnar
Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag.

Allt undir hjá Stjörnunni í bikarnum
16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna verða leikin um helgina. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu bikarleikina sem eru fram undan í gærkvöld.

Stórleikur Vals og Breiðabliks í 8-liða úrslitum
Ljóst er orðið hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Þrjú lið úr Inkasso-deildinni eru á meðal þeirra átta sem eftir eru í keppni.

Umfjöllun og viðtöl: Kári - Víkingur R. 3-4 | Víkingar höfðu betur í framlengingu
Víkingur R. þurfti framlengingu til þess að slá 2. deildar lið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

HK enn án taps á toppnum
HK er enn ósigrað á toppi Inkassodeildarinnar eftir sigur á Leikni í fimmtu umferð deildarinnar í Kórnum í dag. Haukar sóttu sigur suður með sjó í Njarðvík.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - KA 1-0 | Halldór Orri skaut FH áfram
FH bar sigurorð af KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Kaplakrika í dag. Halldór Orri Björnsson skoraði eina mark leiksins

Pepsimörkin: Ömurlegt að finna stæði í Vesturbænum, erum ekki öll á hjóli
Aðeins 81 áhorfandi var á Alvogenvellinum í Frostaskjóli þegar KR og Breiðablik mættust í síðustu umferð Pepsi deildar kvenna samkvæmt opinberum áhorfendatölum. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu mætinguna í þætti kvöldsins.

Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“
Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld.

Dregið í átta liða úrslitin í opinni dagskrá í Mjólkurbikarmörkunum
Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið bætast í pottinn.

Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni
Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Víkingur Ó. | Ólsarar slógu Fram út í Safamýrinni
Víkingur Ólafsvík verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á Fram í Inkassodeildarslag í 16-liða úrslitunum í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-0 | Oliver skaut Blikum áfram
Breiðablik og KR mættust í kvöld á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. KR-ingar hafa oftast allra liða lyft bikarnum eða alls 14 sinnum, síðast árið 2014 þegar Rúnar Kristinsson var síðast í brúnni hjá liðinu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 5-0 | Stjörnumenn völtuðu yfir Þróttara
Stjarnan mætti Þrótti í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í fótbolta í blíðskapar veðri í Garðabænum.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík
Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Þór 4-5 | Þór sló Fjölni út í vítaspyrnukeppni
Það var loksins leikið í góðu veðri í dag þegar Fjölnir og Þór mættust í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismenn hafa farið vel af stað í Pepsi deildinni og sitja í fimmta sæti með 9 stig eftir sex leiki á meðan Þór situr í fimmta sæti í Inkasso deildinni með sjö stig eftir fjóra leiki.

Framarar neituðu að ræða við fjölmiðla
Fram datt í kvöld úr leik í Mjólkurbikar karla eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík. Engir fulltrúar Fram urðu við því að ræða við fjölmiðla að leik loknum.

Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu
"Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,"

Guðmundur Steinn: Dirk Kuyt er glæsilegur gæi
Guðmundur Steinn Hafsteinsson átti frábæran leik og skoraði þrennu þegar Stjarnan valtaði yfir Þrótt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld