Körfubolti

Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands
Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel.

Kristó: Pavel var bara í Angry Birds
Eins og flestum er kunnugt er Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við Tindastól. Kristófer Acox, leikmaður Vals, rifjaði upp eftirminnileg atvik úr úrslitaeinvíginu í hlaðvarpsþætti.

„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“
„Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld.

Mótherji sendi Martin íslenska batakveðju
Stuðnings- og batakveðjum hefur rignt yfir Martin Hermannsson eftir að hann sleit krossband í hné í leik með Valencia í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í fyrrakvöld.

Rúnar stýrir Íslandsmeisturunum áfram
Rúnar Ingi Erlingsson verður áfram þjálfari Íslandsmeistara Njarðvíkur en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið í dag.

Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA
Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum.

Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“
Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant.

Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“
Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið.

Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins
Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins.

Birna Valgerður heim til Keflavíkur
Birna Valgerður Benonýsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Birna kveðst spennt yfir því að koma heim.

Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli
Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út.

Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston
Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni.

Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli
Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011.

Martin og félagar jöfnuðu metin
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

Nýr þjálfari Lakers ekki verið aðalþjálfari áður | LeBron er spenntur
Darvin Ham er nýr þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers. Hann er fyrrum NBA-leikmaður sem hefur verið aðstoðarþjálfari í deildinni í rúmlega áratug, þar á meðal hjá Lakers frá 2011 til 2013. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik
Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum.

Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar
Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara.

Gamli góði Thompson mætti til leiks þegar Golden State komst í úrslit
Golden State Warriors er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í sjötta sinn á síðustu átta árum eftir sigur á Dallas Mavericks í nótt, 120-110. Golden State vann einvígið 4-1.

Úr Smáranum til Ástralíu
Íslenska körfuknattleikskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur lagt land undir fót og mun leika í ástralska körfubolatanum eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í Subway deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Borche tekur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Borche Ilievski um að taka við þjálfun meistaraflokks karla ásamt öðrum flokkum félagsins til næst þriggja ára.

Boston Celtics einum sigri frá úrslitum
Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas.

Þakið lak þegar Dallas minnkaði muninn
Dallas Mavericks er enn á lífi í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur á Golden State Warriors, 119-109, í fjórða leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er 3-1, Golden State í vil.

Martin og félagar hófu úrslitakeppnina á naumu tapi
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia þurftu að sætta sig við eins stigs tap, 79-80, er liðið tók á móti Baskonia í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld.

Annar Þórsari í gegnum Þrengsli
Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð.

Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn
„Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á.

Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn
„Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur.

Boston kláraði Miami í fyrsta leikhluta og allt jafnt
Boston Celtics jafnaði metin í einvíginu gegn Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA í 2-2 með tuttugu stiga sigri, 102-82, á heimavelli í nótt.

Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“
„Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins.

Golden State einum sigri frá því að komast í úrslit í sjötta sinn á síðustu átta árum
Golden State Warriors er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið Dallas Mavericks, 100-109, í nótt. Golden State leiðir einvígið, 3-0.