Risaleikur Embiid dugði ekki til gegn Curry og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:00 Steph Curry og félagar unnu góðan sigur í nótt. Vísir/Getty Fjörtíu og sex stig frá Joel Embiid dugðu skammt þegar Golden State Warriors vann góðan sigur á Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í nótt. Þá vann Lakers mikivægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127 NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira