Lífið

Kyli­e Jenner orðuð við heims­frægan leikara

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs en orðrómurinn fór á kreik eftir að þau mættu saman á tískusýningu fyrr á árinu.

Lífið

Al Jaffee er látinn

Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós.

Lífið

Heima­löguðu veitingarnar eina á­hyggju­efni eigin­mannsins

Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins.

Lífið

Æsi­spennandi átta liða úr­slit en ein­stefna í úr­slitunum

Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit.

Lífið

Lasse Welland­er er látinn

Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA.

Lífið

Leikarinn Michael Lerner látinn

Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past.

Lífið

Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum

Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með.

Lífið

„Þetta var stór­kost­leg björgun“

Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt.

Lífið

Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra.

Lífið

Einn söngvara S Club 7 látinn

Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Hrútur

Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu.

Lífið

Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 

Lífið