Hans fyrsta verk verður að heimsækja krabbameinsmiðstöð á þriðjudag ásamt Kamillu drottningu. Þar mun hann hitta lækna og sérfræðinga sem hafa unnið að því að rannsaka krabbamein.
Frá þessu er greint í breskum miðlum. Á vef Guardian segir að læknar konungsins séu ánægðir með árangurinn af meðferðinni og að þeir séu jákvæðir fyrir því að hann taki að sér sínar konunglegu skyldur á ný. Þá mun hann einnig taka á móti keisara og keisaraynju Japans.
Í frétt Guardian er haft eftir talsmanni konungshallarinnar að konungurinn taki glaður við skyldum sínum á ný og að hann sé þakklátur öllum læknum sínum fyrir sérfræðiþekkingu þeirra og aðstoð.
Í tilkynningu frá konungshöllinni um endurkomu konungsins kom fram að Karl haldi áfram í meðferð en að óljóst sé hversu lengi hann þurfi á þeim að halda. Tekið verður tillit til þess á öllum þeim viðburðum og heimsóknum sem hann tekur þátt í.