

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með glæsilegri veislu í Kaplakrika um helgina.
Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.
Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt.
Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund.
Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir.
Fermingarnar eru á næsta leiti og undirbúningur fyrir stóra daginn líklega kominn á fullt. Þegar kemur að fatavali drengja eru klassísk jakkaföt og ljós skyrta vinsæll kostur, á meðan aðrir kjósa frekar smartan pólóbol eða peysu við ljósar kakíbuxur. Þá hafa stílhreinir íþróttaskór notið mikilla vinsælda meðal fermingarbarna við sparifötin.
Kristófer Skúli Auðunsson keppandi í Spurningaspretti vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti á gólfið til Gumma Ben. Hann lenti strax í klandri í fyrstu spurningu um Þorrann en fór þó ekki snauður heim.
„Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland.
Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona.
Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun.
Fermingarnar eru á næsta leyti og börnin eru eflaust farin að leita að hinu fullkomna dressi fyrir stóra daginn. Stelpur klæðast oft ljósum flíkum í anda vorsins, en á síðustu árum hefur það færst í aukana að velja föt með smart mynstri. Hér að neðan má finna nokkrar flottar hugmyndir
Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin hljóp sitt fyrsta maraþon í Los Angeles um helgina. Í hlaupinu klæddist hann bleiku setti og hvítum hlaupaskóm, sem pössuðu fullkomlega við hið sólríka umhverfi.
Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga.
Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur.
„Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída.
Bandaríski leikarinn Tracy Morgan veiktist skyndilega á hliðarlínunni þar sem hann fylgdist með leik New York Knicks og Miami í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Hann ældi og fékk auk þess blóðnasir. Leikaranum var komið til aðstoðar og honum rúllað í burtu í hjólastól.
„Stærsta vandamál minnar kynslóðar er klárlega umhverfismálin og aukning á gróðurhúsaloftegundum. Það þarf að halda áfram að vekja athygli á þessu og tala um þetta, en líka standa saman og reyna okkar besta að kaupa íslenskar matvælavörur, nota endurnýjanlega orku og minnka neyslu,“ segir Karólína Lilja Guðlaugsdóttir, spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir.
Við lifum í eitruðum heimi, þar sem óteljandi efni úr daglegu umhverfi okkar smjúga inn í líkama okkar – oft án þess að við áttum okkur á því. Við eigum umfram allt að vernda börnin okkar frá þessum efnum. Þetta segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði.
Jonathan Majors, bandarískur leikari, viðurkennir að hafa tekið Grace Jabbari, þáverandi kærustu sína, kverkataki á hljóðupptöku. Atvikið átti sér stað í september árið 2022.
„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.
Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn.
Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum?
„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.
Bergsveinn Ólafsson segist hafa verið óttasleginn og einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna. Beggi Ólafs segir í podcasti Sölva Tryggvasonar, að hann hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, með háar tekjur í stjórnendaþjálfun, fyrirlestrum og hlaðvarpsgerð. Hann ákvað upphaflega að halda sér innan þægindarammans, en fljótlega var eitthvað innra með honum sem fann að hann yrði að láta vaða.
Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, og Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina. Drengurinn fékk nafnið Ingólfur, í höfuðið á móðurafa sínum.
Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna.
Liðin vika var umvafin veisluhöldum, sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Tónlistarmaðurinn Aron Can hljóp maraþon í Los Angeles á meðan Valdimar Guðmundsson naut sólarinnar á Tenerife. Aðrir klæddu sig í sitt fínasta og slettu úr klaufunum á árshátíðum stórfyrirtækja og við hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu.
Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess, segir Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.
Belgíska leikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri. Umboðsmaður Dequenne segir hana hafa andast á sjúkrahúsi í úthverfi frönsku höfuðborgarinnar París í gærkvöldi.