Lífið

Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið

Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 

Lífið

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Lífið

Lady Zadude krýnd dragdrottning Íslands

Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í gær og hlaut titilinn dragdrottning Íslands.

Lífið

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

Lífið

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

Lífið

„Annars deyr maður út af þessu“

Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin.

Lífið

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Lífið

Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri

Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri.

Lífið

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 

Lífið

Ís­lendingar bera af í Euro­vision-glápi

Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Lífið

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins

Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 

Lífið

Íslendingar yfirtaka Cannes

Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar.

Lífið

Camilla Rut og Rafn skilja

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir og tónlistarmaðurinn Rafn Hlíðkvist Björg­vins­son hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að skilja eftir þrettán ára samband. Þau tilkynntu skilnaðinn á hugljúfan hátt, saman, á miðli Camillu.

Lífið