Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:16 Sigríður Hrund segir að fólk þurfi að breyta skoðun sinni á hugmyndinni um þjáninguna. aðsend Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Sigga Hrund, eins og hún er oftast kölluð er eigandi Vinnupalla ehf og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er virk á samfélagsmiðlum þar sem hún heldur uppi jákvæðri orðræðu. Sjálf segir hún það vera val hvers og eins því þrátt fyrir mótlæti, veikindi og erfiðleika í lífinu telur hún sig ávallt vera heppna að hafa fengið öll þau verkefni í fangið. „Þjáning fer mér. Ég er falleg þegar ég þjáist,“ segir Sigga Hrund í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún ítreki að mikill misskilningur ríki um að þjáning sé eingöngu neikvæð. „Hún er merki um þroska. Við þurfum að breyta hugarfarinu gagnvart henni.“ Fóru saman í gegnum fjórfalt fæðingarþunglyndi Sigga Hrund glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðinga allra fjögurra barna sinna, samtals í átta og hálft ár af tíu. Hún segir hjónin hafi gengið í gegnum fæðingarþunglyndið saman og segist þakklát eiginmanninum sem sýni henni stöðugt ást sína. „Tvíburarnir fæddust fyrst og voru glasabörn. Það gekk mikið á í fæðingu þeirra og það voru þrenn vaktaskipti á fæðingardeildinni. Tvö seinni börnin fæddust heima. Teymið á Landspítalanum grípur móður, barn og fjölskyldu. Maður fer í áhættuhóp og haldið er vel utan um mann. Þunglyndi er efnafræðilegt og tekur margar vikur fyrir lyfin að virka.“ Með doktorspróf í alkóhólisma Ýmis önnur áföll dundu á hjónin en fyrstu sjö árin þeirra saman var eiginmaðurinn virkur alkóhólisti eða þangað til Sigga Hrund setti honum stólinn fyrir dyrnar. Hún segir mikinn hasar hafa verið á honum á þessum tíma og með því að hjálpa honum hafi hann þurft að finna botninn. „Ég var ávallt innan seilingar en ég er með doktorspróf í alkóhólisma. Samband okkar fór allt upp á við eftir þetta.“ Nú í sumar gengu hjónin aftur í hjónaband og vildu með því halda upp á þroskann í sambandinu. „Við vorum góðir vinir fyrst og urðum síðan ástfangin. Það setti allt í klessu því mér fannst ég missa vin með því að verða kæró.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira