Lífið

„Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“

Það er ekkert sérstakt augnablik þar sem Alzheimer sjúkdómurinn lætur vita af sér. Sjúkdómurinn skríður inn hægt og hljóðlega, þangað til ekkert er eftir nema minningarnar. Guðbjörg Jónsdóttir þekkir þetta ferli vel en móðir hennar greindist með Alzheimer árið 2021. Í ár ætlar Guðbjörg að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Alzheimersamtökin, ekki af því það er auðvelt, heldur af því hún getur það loksins.

Lífið

Krakkatían: Litla haf­meyjan, Pollapönk og lundar

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Mynda­syrpa úr Eyjum: „Út með kassann og á­fram gakk“

Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu.

Lífið

Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu

Þegar Hrefna Marcher Helgadóttir lagði af stað einsömul til Balí sumarið 2018, vissi hún ekki að ferðalagið ætti eftir að snúa lífi hennar á hvolf. Þar hitti hún Eric Poole, bandarískan hermann sem hún eyddi einum sólarhring með, og síðan var ekki aftur snúið.

Lífið

„Þarna fylltist hjartað af hamingju“

„Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins.

Lífið

Robert Wilson er látinn

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Lífið

Gary Busey játar kyn­ferðis­brot

Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér.

Lífið

Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne

Myrkraprinsinn Ozzy Osbourne féll frá 22. júlí síðastliðinn, 76 ára gamall. Ozzy mótaði þungarokk með hljómsveitinni Black Sabbath, átti farsælan sólóferil og er þekktasti þungarokkari sögunnar. Hér verður farið yfir feril hans í þrettán lykillögum.

Lífið

Mann­blendnir refir slá í gegn á Snæ­fells­nesi

Refafjölskylda í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Læða með sjö yrðlinga lætur sér fátt um finnast þótt ferðamenn séu í nánd, en landverðir passa að refirnir fái að vera í friði.

Lífið

Einar og Milla eignuðust dreng

Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Milla Ósk Magnúsdóttir, yfirframleiðandi hjá ACT4, eignuðust son á mánudagskvöld.

Lífið

Út­skúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar

Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína.

Lífið

Góð­hjartaður dýrahirðir og tæknigúrú

Á ferðum sínum um landið þegar RAX vann fyrir Morgunblaðið, hittu hann og blaðamaðurinn Guðni Einarsson margar merkilegar og áhugaverðar týpur. Þeirra á meðal var hinn tækisinnaði Jóhann Þorsteinsson á Sandaseli. Hann hafði frá unga aldri sýnt mikinn áhuga á tækjum og tækni.

Lífið

Draumabrúðkaup í sex­tíu ára gömlum kjól frá ömmu

„Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. 

Lífið

Tug­þúsundir vottuðu Ozzy virðingu

Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.

Lífið

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

Lífið

Sjóð­heitt og splunku­nýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.

Lífið

Katrín Edda selur í Hlíðunum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir.

Lífið

Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljóts­hlíð

Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn.

Lífið

Fyrstu tón­leikar Purrksins í fjöru­tíu ár

Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans.

Lífið