Lífið

Umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat
Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett.

„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“
Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið.

Krakkatían: Leðurblökumaðurinn, Elli Egils og 17. júní
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu
Hún elskar kántrí, elskar allt bling og heldur dansiball fyrir öll þau sem langar að vera með. Sindri fór í morgunkaffi til júróstjörnunnar Regínu Óskar, sem á fallegt og kántrílegt heimili í Kópavogi.

„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“
„Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am
Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am.

Þingkonur hlutu blessun Leós páfa
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag.

Bregðast við bakslagi með Hinsegin Hrísey
Hinsegin dagar í Hrísey fara fram í þriðja skiptið um helgina. Skipuleggjandi segir hátíðina í ár þá glæsilegustu til þessa og segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að fagna fjölbreytileikanum.

Fréttatía vikunnar: Fálkaorður, friðlýsing og húðflúr
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár
Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins.

Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf
Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada.

Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða
Indversk kona sem fann með hjálp vef- og samfélagsmiðla styrktarforeldrið Hafdísi þarf að bíða með Íslandsheimsókn sína eftir að hún fékk ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið.

Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun
Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka.

Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum
Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina.

Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið
„Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu.

Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins
Í amstri hversdagsins situr nánd og kynlíf oft á hakanum, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu. Nú þegar margir eru komnir í sumarfrí er fullkomið tækifæri til að hlúa að sambandinu, tendra neistann og fara í stutt ferðalag – bara þið tvö. Hvort sem það er í sumarbústað, á hóteli hér heima eða erlendis.

Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska
Einn vinsælasti kokteill allra tíma er hinn klassíski Espresso Martini. Hér er á ferðinni ómótstæðilegur eftirréttur sem fangar alla þá dásamlegu bragðblöndu sem Espresso Martini býður upp á. Botninn er úr mjúkri og ríkri brownieköku með léttri og silkimjúkri kaffimús með sterku kaffibragði og smá sætu.

Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, eignuðust frumburð sinn þann 14. júní síðastliðinn. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins.

Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set
Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Væb fara í tónleikaferð um Evrópu
Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026.

Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ
Hjónin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pétur Rúnar Heimisson, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Löngumýri í Garðabæ.

„Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“
Árið 1974 fékk RAX það verkefni að ljósmynda þriggja daga þjóðhátíð sem haldin var á Þingvöllum í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi. Hann var aðeins 16 ára gamall og verkefnið var risavaxið í hans augum. „Ég vildi ekki bregðast svo ég tók myndir af öllu.“ Sagði RAX um reynsluna.

„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“
Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó.

Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar
„Hvað getur klikkað þegar maður er með allt sitt besta fólk að fagna ástinni?“ spyr presturinn Hjördís Perla Rafnsdóttir sem gekk að eiga sinn heittelskaða, fyrrum fótboltalandsliðskappann og athafnamanninn Kára Árnason, við einstaka athöfn í Cascais í Portúgal um helgina. Hjördís Perla ræddi við blaðamann um þennan stórkostlega dag.

„Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennliðs Víkinga, eiga von á sínu þriðja barni saman. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“
Gerður Huld Arinbjarnadóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, deildi nýverið uppskrift að sínum uppáhalds sumarkokteil, Sarti Spritz, með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er fagurbleikur, léttur og einstaklega frískandi.

Felix kveður Eurovision með tárum
Felix Bergsson sat sinn síðasta fund hjá framkvæmdastjórn Eurovision-söngvakeppninnar á mánudaginn. Hann var leystur út með góðri gjöf.

Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna
Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni.

Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld
Aðstandendur Kvennaárs blása til Kvennavöku að kvöldi dags í Hljómskálagarðinum þann 19. júní, á morgun. Tilefnið er meðal annars 110 ára afmæli kosningarréttar kvenna, en árið í ár hefur verið skilgreint sem sérstakt Kvennaár, þar sem ýmissa sögulegra tímamóta er minnst og kröfur um fullnaðarjafnrétti settar fram.

Styrktarforeldrið Hafdís er fundin
Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti.