Lífið

„Þetta er ekki jafn svaka­legt og maður í­myndar sér“

 „Þetta var svo fallegt einhvern veginn, að vera í öðru landi og tengjast einhverjum,“segir Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir. Bróðir hennar, Hlynur Halldórsson greindist með bráðahvítblæði árið 2018 og þurfti í kjölfarið að ganga í gegnum stofnfrumuskipti, þar sem blóð er sótt í beinmerg úr heilbrigðum einstaklingi og fært yfir í þann greinda. Það var úr að Sigurbjörg varð stofnfrumugjafi og tók þannig beinan þátt í krabbameinsmeðferð bróður síns.

Lífið

Ein­tóm gleði á Bræðslunni

Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri um helgina. Bræðslustjóri segir stemninguna með allra besta móti, og eintóm gleði og hamingja sé við völd. Í bænum er ógrynni af fólki og tjaldstæðið er orðið vel þétt.

Lífið

Birtu nýja stiklu fyrir Rings of Power

Lord of the Rings aðdáendur geta hlakkað til haustsins enda mun það færa þeim nýja þáttaröð af Rings of Power sem fer í sýningar á Amazon Prime Video þann 29. ágúst.

Lífið

Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúð­kaupsins

Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu.

Lífið

Hefur lifað tveimur lífum

„Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að keppa en hafði aldrei sjálfstraustið í það, svo mörgum árum síðar fæ ég skemmtileg skilaboð þar sem mér er boðið í viðtal til að taka þátt í Ungfrú Ísland,“ segir Sunna Líf Guðmundsdóttir sem hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Sunna Líf er þrítug móðir búsett í Borgarnesi og meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Hvernig skal takast á við slæma veðrið

Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu.

Lífið

Fimm heillandi ein­býli á Akur­eyri

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Lífið

„Þetta væri einum of gott til að taka ekki þátt“

Alsatisha Sif Amon er 25 ára móðir sem hefur mikinn áhuga á tísku, söng- og leiklist. Að sögn Söshu, eins og hún er kölluð, hefur hana ætíð dreymt um að verða leikkona en sökum feimni skorti hana kjark til að taka skrefið. Sasha er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Ís­lenskar stjörnur flykkjast í sólina

Svo virðist sem Íslendingar hafi gefist upp á íslenskra sumrinu og flykkjast nú hver af öðrum út fyrir landssteinana í leit að sól og hækkandi hitastigi. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning. Myndir af sólríkum ströndum, pálmatrjám og berum kroppum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. 

Lífið

„Ég ætla ekki að þegja lengur“

„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.

Lífið

Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör

Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga.

Lífið

Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu

Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk.

Lífið

Sex þúsund tapaðar ljós­myndir komust í leitirnar

Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti.

Lífið

Pönnu­kökur með karamelliseruðum bönunum

Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana deildi girnilegri uppskrift að prótein pönnukökum með karamelliseruðum bönunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þegar veðrið leikur okkur grátt er fátt huggulegra en að eiga notalega stund og töfra fram ljúffengar pönnukökur.

Lífið

Förðunarfræðingur sem hræðist drauga

Emilíana Björk er nítján ára augnhára-förðunarfræðingur. Hún segist stefna á nám í snyrtifræði í framtíðinni og dreymir um að reka sína eigin snyrtistofu. Mamma Emilíönu er fyrirmynd hennar í lífinu en Emilíana er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Nýjasta tíska ferða­langa? Að fljúga ber­bakt um há­loftin

Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu.

Lífið