

Eiríkur Smith listmálari verður níræður á morgun, sunnudag. Hann ætlar að mæta í Hafnarborg síðdegis á afmælisdaginn og fagna þeim merku tímamótum.
Alþjóðlegi hópurinn Wiolators tekur yfir Kunstschlagerstofuna í Hafnarhúsinu í dag.
Hin árlega einleikjahátíð Act Alone stendur yfir á Suðureyri þessa dagana. Sigríður Jónsdóttir er útsendari Fréttablaðsins á staðnum. Hér lýsir hún upplifun sinni á fimmtudag, svo sem teknótöktum, Djáknanum á Myrká og einstaklega kómísku innskoti Jóns Við
Ljósmyndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar, Dásemdardagar með Diddú, er opin fram á föstudagskvöld í þessari viku í Listasal Mosfellsbæjar.
Þetta sögufræga hús er elsta timburhús á Suðurlandi. Það var flutt til landsins árið 1764.
Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu, er heiti sýningar sem listmálarinn Georg Óskar Manúelsson frá Akureyri opnar í dag í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir erfitt að útskýra list sína með orðum en lætur verkin tala.
Ágúst Ingi Ágústsson læknir leikur á hádegistónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju í dag.
Þegar Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur lagðist í grúsk um gengnar kynslóðir í Vestmannaeyjum rak hún sig á að kvenna væri þar sjaldan getið. Nú hefur hún skrifað bókina Þær þráðinn spunnu sem fjallar um konurnar í Eyjum, líf þeirra, ástir, sorgir og
Sýningin Knútur bróðir verður opnuð í Sveinssafni í Krýsuvík á morgun. Myndirnar eru úr listaverkagjöf frá Knúti Björnssyni lækni, bróður Sveins sem safnið er kennt við.
Franskt fínerí er í boði á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudaginn.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Horsens í Danmörku, kemur fram á þrennum tónleikum um helgina í Hallgrímskirkju, fyrst ásamt kammerkórnum GAIA.
Milljón sögur nefnist sýning sem listamaðurinn Margeir Dire er með í Gallery Orange í Ármúla 6.
HÚN/SHE Louise, Denise og kompaní nefnast tónleikar Nordic Affect annað kvöld en tónlistin fannst á þjóðarbókasafni Frakklands.
Revíur og rómantík er yfirskrift kvöldgöngu Borgarsögusafnsins annað kvöld.
Gamla almenningssalernið kvennamegin í Bankastræti verður opnað á morgun sem sýningarpláss á vegum Nýlistasafnsins. Fyrsta sýningin nefnist Væntanlegt / Coming soon og birtir verk fjögurra ungra og nýlega útskrifaðra listamanna.
Bragi Árnason hefur starfað í London sem leikari seinustu átta ár. Hann hefur verið að sýna einleikinn sinn Barry and his guitar víða.
Hið íslenska biblíufélag varð 200 ára í þessum mánuði. Í tilefni þess verður opnuð sýning á einu merkasta biblíusafni landsins í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal á laugardaginn.
Erla Dóra Vogler og Eva Þyri Hilmarsdóttir koma fram í Sigurjónssafni í kvöld.
Tilnefningar til Ísnálarinnar 2015 liggja fyrir.
Ljóðadagskrá með nýjum grasrótarhópi skálda og kanadískum gesti verður á Lofti Hosteli, Bankastræti 7, í dag. Stjórnandi er Anna Valdís Kro frá Lómatjörn.
Tónleikarnir Rósinkrans verða í Akureyrarkirkju nú á sunnudaginn, 26. júlí.
Ljósmyndarinn Kristján Ingi Einarsson hefur sent frá sér nýja bók. Hún birtir íslenska hesta og landslag í bland, enda heitir hún Horses & nature.
Smáforritið Lifandi landslag leiðir notendur um Skagafjörð með hjálp þjóðsagna og fornsagna og fræðir þá um nútímann í leiðinni. Sóley Björk Guðmundsdóttir er höfundurinn.
Litir, form og skuggar eru ær og kýr Rannveigar Tryggvadóttur myndlistarkonu sem opnar sýningu á morgun í Anarkíu listasal í Hamraborg 3, Kópavogi.
Gallerýið er á Hólmaslóð 2.
Skapandi sumarstarf í Kópavogi sýnir á lokahátíð í kvöld. Allt frá stuttmyndum til fatahönnunar verður til sýnis í Molanum í Kópavogi.
Fjölbreytt og vönduð dagskrá um helgina á Reykholtshátíð í Borgarfirði.
Útilistaverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga verður afhjúpað milli Salarins og Gerðarsafns í Kópavogi í dag. Við trufluðum listakonuna aðeins við gerð þess í gær.
Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. júlí nk. en með honum á tónleikunum verður Pamela de Sensi flautuleikari.
Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst.