Menning

Rjómablíða á Skjaldborg

Þann 7.-10. júní fór íslenska heimildarmyndahátíðin Skjaldborg fram í þrettánda skipti á Patreksfirði. Veðrið lék við gesti hátíðarinnar..

Menning

Saga þeirra byrjar á bónorði

Dagana 7.-10. júní er Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði. Hátíðin er opnuð með sýningu heimildarmyndar Hrafnhildar Gunnarsdóttur Vasúlka áhrifin, sem er um hjónin Steinu og Woody Vasúlka, brautryðjendur í gerð vídeólistar á heimsvísu.

Menning

Íslensk tunga í hávegum

Ungmennakórinn Graduale Futuri heldur brátt vestur um haf og syngur meðal annars við styttu Jóns forseta í Winnepeg 17. júní. En fyrst eru tónleikar í Langholtskirkju.

Menning

Krísur eru mikilvægar

Bestu aðstæður til þess að laða fram styrkleika fólks eru krísur eða átök og hlutverk kennara í listum má aldrei vera að leiða slíkt hjá sér, segir Guðmundur Oddur Magnússon rannsóknarprófessor.

Menning

We Will Rock You á svið í Háskólabíói

"Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói.

Menning

Sögumaður og samfélagsrýnir

Yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon stendur nú yfir í Listasafni Íslands. Auk þess er sýnd viðtalsmynd við listamanninn sem var unnin sérstaklega í tengslum við sýninguna.

Menning

Deila tónum og sporum

Dillandi tónlist og fjörugir dansar munu fylla gamla niðursuðuverksmiðju nú þegar þjóðlagahelgin Vaka verður haldin í fimmta sinn, en í fyrsta skipti sunnan heiða.

Menning

Tengir hverfahluta Breiðholts saman

Níu myndlistarmenn eiga verk á útilistsýningu í Breiðholtinu sem nefnist Úthverfi. Hún teygir sig um hverfið og gleður skilningarvit þeirra vegfarenda sem fara um gangandi og hjólandi.

Menning

Rétta tegundin af skugga

Bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019 er Bjarni Múli Bjarnason rithöfundur. Hann var í fráhvarfi frá heiminum þegar síminn hringdi og hann fékk fréttir um upphefðina.

Menning

Ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður

Laddi hefur lengi haft áhuga á myndlist og hefur málað olíuverk í áratug. Hann hefur teiknað mikið alla sína ævi. Í kvöld opnar hann myndlistarsýningu í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla í Reykjavík.

Menning

Skrifa um eigin upplifun

Út er komin ný ferðahandbók, Tenerife krakkabókin. Það sem er sérstakt við hana er að hún er að mestu skrifuð af ellefu ára stúlku, Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur.

Menning

Þetta er pínulítið Júróvisjón!

Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands verða í Hátíðasal skólans í dag. Það eru síðustu tónleikar Margrétar Bóasdóttur sem stjórnanda kórsins, en hún stofnaði hann 2005 ásamt hópi nemenda þegar hún var í HÍ.

Menning

Claire Denis heiðursgestur RIFF

Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn.

Menning

O komið til Argentínu

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld úr Fellabæ á verk sem tilnefnt er til þátttöku á alþjóðlega tónskáldaþinginu Rostrum of composers sem hefst í dag í Argentínu.

Menning

Lofar kraftmikilli og litríkri dagskrá

Í tilefni 30 ára tónlistar- og 20 ára kennsluafmælis ætlar Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari að halda stórtónleika með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara á morgun, 12. maí, í Hörpu.

Menning