Viðskipti erlent Ætla samt ekki að bjarga öllu Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims. Viðskipti erlent 22.6.2010 05:30 Sló nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina. Viðskipti erlent 22.6.2010 05:00 FIFA hagnast um yfir 400 milljarða á HM í Suður Afríku Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Suður Afríku. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:44 Rússar skrúfa fyrir gas til Hvítarússlands Rússnesk stjórnvöld munu í dag draga úr afhendingu á gasi til Hvítarússlands. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:39 Lögðu hald á 70.000 mozzarella osta Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á 70 þúsund mozzarella osta og jafnframt gefið út viðvörun um mögulegt smit. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:22 Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. Viðskipti erlent 21.6.2010 06:00 Fara sér hægt í gjaldeyrismálum Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki. Viðskipti erlent 20.6.2010 20:25 Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. Viðskipti erlent 20.6.2010 11:17 Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales. Viðskipti erlent 20.6.2010 10:52 Gull slær enn eitt verðmetið Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni. Viðskipti erlent 18.6.2010 15:34 Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. Viðskipti erlent 18.6.2010 09:17 Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:50 Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:39 Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Viðskipti erlent 18.6.2010 04:30 Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. Viðskipti erlent 16.6.2010 13:16 Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. Viðskipti erlent 16.6.2010 09:58 Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 15.6.2010 15:35 Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Viðskipti erlent 15.6.2010 14:23 Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:30 Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:08 Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. Viðskipti erlent 15.6.2010 08:09 Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). Viðskipti erlent 14.6.2010 14:44 Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. Viðskipti erlent 14.6.2010 10:16 Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. Viðskipti erlent 14.6.2010 09:37 Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:49 Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:46 Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:17 BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. Viðskipti erlent 11.6.2010 18:17 Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. Viðskipti erlent 11.6.2010 10:03 Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2010 09:32 « ‹ 259 260 261 262 263 264 265 266 267 … 334 ›
Ætla samt ekki að bjarga öllu Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims. Viðskipti erlent 22.6.2010 05:30
Sló nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðlabankinn sleppti höndum af gjaldmiðli landsins um helgina. Viðskipti erlent 22.6.2010 05:00
FIFA hagnast um yfir 400 milljarða á HM í Suður Afríku Þess er vænst að Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA muni hagnast um 3,2 milljarða dollara eða yfir 400 milljarða króna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Suður Afríku. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:44
Rússar skrúfa fyrir gas til Hvítarússlands Rússnesk stjórnvöld munu í dag draga úr afhendingu á gasi til Hvítarússlands. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:39
Lögðu hald á 70.000 mozzarella osta Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á 70 þúsund mozzarella osta og jafnframt gefið út viðvörun um mögulegt smit. Viðskipti erlent 21.6.2010 07:22
Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. Viðskipti erlent 21.6.2010 06:00
Fara sér hægt í gjaldeyrismálum Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki. Viðskipti erlent 20.6.2010 20:25
Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. Viðskipti erlent 20.6.2010 11:17
Iceland er 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands Verslunarkeðjan Iceland heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands á nýjum Top Track 100 lista Deloitte yfir stærstu einkafyrirtæki Bretlands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flintshire í Wales. Viðskipti erlent 20.6.2010 10:52
Gull slær enn eitt verðmetið Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni. Viðskipti erlent 18.6.2010 15:34
Dýrasta sérútgáfan af Bugatti er úr gulli og demöntum Bugatti Veyron er fyrir einn af dýrstu bílum heimsins og með 1001 hestafla vél eru fáir bílar sem standa honum á sporði. Nú er búið að smíða sérútgáfu af þessum bíl úr gulli og demöntum og er sú útgáfa tvöfalt dýrari en venjulegur Bugatti Veyron. Viðskipti erlent 18.6.2010 09:17
Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:50
Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið Gjaldþrot Baugs kemur illa við Williams kappakstursliðið, sem keppir í Formúlu 1, en hagnaður þess minnkaði um 50% í fyrra eftir að liðið missti stuðningssamning við Baug. Viðskipti erlent 18.6.2010 08:39
Spánn er ekki í fjárhagsvanda José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Viðskipti erlent 18.6.2010 04:30
Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar. Viðskipti erlent 16.6.2010 13:16
Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr. Viðskipti erlent 16.6.2010 09:58
Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. Viðskipti erlent 15.6.2010 15:35
Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Viðskipti erlent 15.6.2010 14:23
Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:30
Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Viðskipti erlent 15.6.2010 13:08
Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. Viðskipti erlent 15.6.2010 08:09
Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). Viðskipti erlent 14.6.2010 14:44
Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. Viðskipti erlent 14.6.2010 10:16
Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. Viðskipti erlent 14.6.2010 09:37
Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:49
Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:46
Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. Viðskipti erlent 14.6.2010 07:17
BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. Viðskipti erlent 11.6.2010 18:17
Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. Viðskipti erlent 11.6.2010 10:03
Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2010 09:32