OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann 10. september 2010 11:49 Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD býst nú við minni hagvexti á seinni helmingi þessa árs en áður og segir óvissuna varðandi horfurnar framundan hafa aukist. OECD bendir á að bati í einkaneyslu láti á sér standa, enda virðast heimili enn vera að aðlaga sig að breyttum fjárhagslegum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Þá eru blikur á lofti á vinnumörkuðum margra ríkja og víða hefur bati á húsnæðismarkaði tekið bakslag. Á móti kemur að fjármálamarkaðir aðildarríkja OECD virðast nú hafa náð jafnvægi að nýju og þá bendir allt til þess að fjárfesting muni aukast á næstu misserum og hafi nú náð botni. Þetta bakslag er þó að mati OECD tímabundið og lítil hætta er á að við séum á leið í aðra niðursveiflu. Að mati OECD gæti þessi hægagangur í efnahagslífinu þó gert það að verkum að hægar þurfi að draga úr ríkisaðstoð og sérstækum aðgerðum stjórnvalda en ella. OECD býst nú við að hagvöxtur meðal sjö stærstu iðnríkja heims verði 1,5% á seinni helmingi þessa árs, sem er minni hagvöxtur en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá gerir OECD ráð fyrir að 2% vöxtur verði á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum frá fyrri fjórðungi og verði 1,2% á fjórða ársfjórðungi á sama mælikvarða. Í Japan býst OECD nú við að hagvöxtur verði 0,6% á þriðja fjórðungi og 0,7% á þeim fjórða. Í þremur stærstu ríkjum evrusvæðisins býst OECD nú við að 0,4% vöxtur verði á þriðja fjórðungi og 0,6% á þeim fjórða.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent