Viðskipti innlent

Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips

Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip.

Viðskipti innlent

Félag í eigu Andra bætir við sig í VÍS

Eignarhaldsfélagið Eitt hótel, sem er í jafnri eigu Andra Gunnarssonar og Fannars Ólafssonar, en þeir eru á meðal hluthafa í fjárfestingarfélaginu Óskabeini, einum stærsta einkafjárfestinum í VÍS, hefur á síðustu vikum verið að bæta við hlut sinn í tryggingafélaginu.

Viðskipti innlent

Sara Dögg til SVÞ

Sara Dögg Svanhildardóttir hefur verið ráðin til Samtaka verslunar og þjónustu sem skrifstofustjóri og í umsjón með mennta- og fræðslumálum.

Viðskipti innlent

Endurskipulagning Marorku gengur vel

Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif.

Viðskipti innlent

Skoðar lagalega stöðu sína

Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segir allar tilraunir Íslandsbanka til þess að leita frekara mats á virði lánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 til þess fallnar að tefja lyktir deilu félaganna og koma í veg fyrir að Gamli Byr geti hafið útgreiðslu til kröfuhafa sinna.

Viðskipti innlent

0,05 prósenta hlut vantaði upp á

Aðeins vantaði 0,05 prósenta hlut upp á til þess að krafa félaga í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra Torgs, og fleiri hluthafa Haga um að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjör smásölurisans næði fram að ganga.

Viðskipti innlent

TFII nýr hluthafi í Genís

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins.

Viðskipti innlent