Höskuldur Eiríksson til KPMG Lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 16:15 Höskuldur Eiríksson. Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“ Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“
Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira