Viðskipti innlent

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Ís­lands­banki hækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.

Viðskipti innlent

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work

Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Viðskipti innlent

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent

Kaup­máttar­minnkun á milli ára á þriðja árs­fjórðungi

Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. 

Viðskipti innlent

Veit um tvo fjöl­miðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk.

Viðskipti innlent