Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að Örn Viðar hafi lokið meistaraprófi í hagverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hafi víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja og hafi undanfarin ár starfað sem fjárfestingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ásamt því að sitja í stjórnum fjölmargra sprotafyrirtækja.
Örn Viðar starfaði áður við eign rekstur, sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og fjárfestinga hjá SPRON, sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood og framkvæmdastjóri markaðssviðs og aðstoðarforstjóri SÍF samstæðunnar.
Fyrir liggja fjölmargar umsóknir um að Fasteignafélagið Þórkatla ehf. kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík og er lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu félagsins til þess að koma framkvæmd kaupanna í ferli.
Óskar Jósefsson stjórnarformaður Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf., segir ánægjulegt að fá öflugan og reyndan stjórnanda til að leiða starfsemi félagsins.
„Ég er þakklátur fyrrum vinnuveitanda Arnar Viðars fyrir að hafa skapað svigrúm til þess að hann geti hafi störf sem fyrst enda brýnt að verkefnin og úrlausnarefnin fram undan séu leyst eins hratt og auðið er.“
Alls sóttu 27 um starfið eins og sjá má hér að neðan.
- Arent Orri Jónsson laganemi
- Berglind Ósk Sævarsdóttir, forstöðumaður markaðs og aðgerða
- Birgir Birgisson, framkvæmdastjóri
- Björg Kjartansdóttir, deildarstjóri
- Björgvin Magnússon, fv. Forstöðumaður
- Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
- Fannar Karvel, framkvæmdastjóri
- Geir Sigurðsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
- Guðmundur Magnússon, fv. framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs
- Helgi Jóhannesson, lögmaður
- Ingimar Waldorff, framkvæmdastjóri
- Ína Björk Hannesdóttir, framkvæmdastjóri
- Íris Hrönn Guðjónsdóttir, innviðastjóri
- Jóhann Gunnar Þórarinsson, fagstjóri
- Júlíana Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri
- Karl Pétur Jónsson, samskiptastjóri og umsjónarmaður sérverkefna
- Kristbjörn J. Bjarnason, framkvæmdastjóri
- Kristján Sveinlaugsson, deildarstjóri
- Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri
- Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali
- Páll Línberg Sigurðsson MBA
- Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur
- Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri
- Styrkar Hendriksson, sérfræðingur
- Sæmundur Guðlaugsson, verkefnastjóri
- Tjörvi Guðjónsson, framkvæmdastjóri
- Örn Viðar Skúlason, fjárfestingastjóri