Aðalfundi Landsbankans frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 13:50 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28