Viðskipti

Jómfrúin opnar dyr sínar í Leifsstöð
Veitingastaðurinn Jómfrúin hefur opnað dyr sínar á Keflavíkurflugvelli. Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir markmiðið vera að fanga sömu stemningu og ríkt hefur á Lækjargötunni í áratugi.

Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana
Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar.

Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix
Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári.

Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp
Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla.

Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum.

Brim semur um 33 milljarða lán
Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán.

Lukas tekur við af Agli sem hættir eftir 27 ára starf hjá Össuri
Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Össurar hf., hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu í lok árs, þar sem hann hyggst fara á eftirlaun.

Ætla að umbylta framleiðslu málma með íslensku hugviti
Fyrr í vikunni lauk íslenska hátæknifyrirtækið DTE við 1,4 milljarða króna hlutafjáraukningu.

Marta Guðrún nýr framkvæmdastjóri hjá ORF Líftækni
Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá ORF Líftækni og mun hún koma inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti
Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar.

Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega
Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag.

Póstboxum fjölgar á Vestfjörðum
Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir í sex bæjarfélögum á Vestfjörðum, á Patreksfirði, Bolungarvík, Tálknafirði, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal.

Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi
Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Henning nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar HR
Dr. Henning Arnór Úlfarsson hefur verið skipaður deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð
Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp.

Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní
Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent.

Sláandi munur á risarækjum sem kostuðu jafnmikið
Eyþór Jóvinsson, bóksali, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann vakti athygli á sláandi mun á tveimur risarækjuréttum sem hann borðaði. Réttirnir kostuðu báðir 3500 krónur en munurinn á framsetningu og bragði var gífurlegur.

Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga.

Trixið sem klikkar ekki: Að koma sér í gang í vinnunni
Við höfum öll upplifað það að vera mætt í vinnuna en eiga erfitt með að koma okkur í gang. Ekkert endilega vegna þess að við erum þreytt eða syfjuð, heldur einfaldlega náum við ekki að bretta þannig upp ermarnar að við keyrumst í gang.

Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met
Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best.

„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“
Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn.

Draumurinn úti hjá Domino's í Danmörku
Öllum 27 veitingastöðum alþjóðlegu pitsukeðjunnar Domino's í Danmörku hefur verið lokað.

Hætti við að hætta við og seldi Ölmu húsið
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, ávallt kallaður Simmi Vil, hefur selt húsið sitt að Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Kaupandinn er umtalaða leigufélagið Alma.

Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga
Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni.

Eigendaskipti á Bankastræti Club
Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins.

Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku
Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti.

Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands
Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum.

Kristján ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá HR
Kristján H. Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.

Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu
Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag.

Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA
Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins.